Leita í fréttum mbl.is

Bloggið

Hér er auðvitað endalaust fjör. Svo mikið að ég gleymi að blogga. Ekki gott en er ekki best að ráða bót á því ?

Janúar

 Fullmikið að gera. En uppúr þessum mánuði stendur að ég stóð fyrir ákaflega skemmtilegri uppákomu í saumaklúbbunum. Stelpurnar eru full latar að setja á sig varalit og mér fannst þetta ekki ganga lengur. Ég náttúrlega set upp andlitið á hverjum degi og er mjög dugleg með varalitinn J Eins og Hollywood  stjörnurnar með minn prívat hárgreiðslumeistara. Svona tískudrós eins og ég þarf á slíku að halda.

 En nóg um það. Hér var semsagt námskeið þar sem Heiðar snyrtir tók hverja og eina fyrir og auk þess spáði fyrir um spennandi tíma. Mjög skemmtilegt og svofrv. En veit ekki alveg hvort stelpurnar átta sig á gildi varalitsins ! Sumar fengu ótrúlegar upplýsingar og gaman verður að fylgjast með hvernig sumum reiðir af á árinu J

Ég byrjaði líka í sundfimleikum og náði fljótt koparnum. Ég ætlaði svo að vinda mér í bronsið en var bent á að það ásamt silfrinu væri upptekið af handboltalandsliðinu. Það er því ekkert annað að gera en stefna á gullið. Það er ekki tryggt en ég mun tryggja mér það innan tíðar !

Ég náði að skila inn greininni minni og var mjög ánægð með hana.

Febrúar mætti í öllu sínu veldi. Tvíburarnir urðu 13 ára og eldast hratt en samt er ég síung. Greininn mín féll í góðan jarðveg og sigurinn var minn.

 Ég eignaðist lokins svona fullorðins digital myndavél og sum módelin mín eru orðin þreytt á myndatökum. Og námskeið framundan í Photoshop og er ekki best að læra almennilega á þessa vél líka, held það bara.Ég spá því að áður en þessi mánuður sé á enda komi fréttir og það mjög góðar.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband