Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Bónusferðin

Fór í Bónus í dag. Í sjálfu sér er það nú ekkert merkilegt en mér finnst að fólk sem afgreiðir á kassa hér á Íslandi eigi að geta sagt "góðan dag" "viltu poka" "tíuþúsundþrjúhundruðogfimmtu" "gjörðu svo vel" og þá á Íslensku.

En því var ekki að skipta í Bónus í Hafnarfirði í dag. Eins gott að ég kann ensku Wink og gat svarað á ensku. Æ-i Bónus piltar kennið nú fólkinu okkar ylhýra mál þetta bara gengur ekki svona.

Mér finnst í góðu lagi að fá erlent vinnuafl eða bara útlendinga til að setjast að hér en mér finnst það algjör skylda að fólkið getið tjáð sig. Ja allavega ef það ætlar að vinna svona starf.

~~~~~~~~~~~     0000     ~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

En það er komin helgi. Og mikið er ég fegin. Mér finnst þetta hafa verið erfið vika.

Nú ætla ég að slappa vel af og skipuleggja næstu mánuði. Ójá svo gaman að gera slíkt.


Eilíf tiltekt.

Ég veit ekki alveg hvað kom yfir mig en einhvert tiltektaræði. Allavega er ég enn að taka til og búin að fara nokkra hringi í íbúðinni með svona stórhreingernigar fíling. Strákarnir hafa tekið þátt. Því þeir sjá um að færa húsgögn og ryksuga líkin úr gluggakistiunum( sko flugur). Í gær tókum við stofuna og í dag herbergið hans Kára. Rosalega dugleg öll og auðvitað breytum við svolítið í leiðinni.

Ég hef reyndar verið að horfa á How clean is your house? Svo etv hefur það áhrif Tounge nei nei það er ekki mikið drasl hér og langt í frá að ég komist með tærnar þar sem þessir sóðar í þáttunum hafa hælana. En gaman að sjá þessa amerísk-bresku útgáfu og ... mér hryllir við sóðaskapnum.

Það kom örlítill rigning í dag. Svona rétt til að minna á sig og bleyta í gróðrinum. Ég átti nú von á meiri rigningu en ja betra en ekkert.

 


Tíminn flýgur

já tíminn flýgur það er vís og ég hef haft svo mikið að gera og enginn tími fyrir skrif. Svo hefur verið mjög gott veður og notarlegt að sitja á svölunum og sauma eftir vinnu.

En svo datt mér líka í hug að skoða í nokkra skápa og tók heil mikið af ýmsu sem fór í Sopru bæði í endurnýtingardeild og þetta týpiska rusl. Það verður allt svo hreint á eftir Smile

Svo fluttum við setrið um sl helgi og húsgögnin sem þar voru gefin og svo í nytjamarkaðinn hjá Sopru. Svei mér þá ef þeir fara bara ekki að elska mig þar. Tounge

Annars hringdi í mig sölumaður frá Sýn. Svo ljúfur að bjóða mér Sýn 2. Maðurinn nátturlega vissi að fótbolti væri fyrir mig. En ég fékk hroll þegar verðið kom upp margfaldaði með 12 og fékk út Londonferð. Nei takk þetta er ekki gott. Enginn fótbolti fyrir mig í vetur nema ég heimsæki tengdó. Ég hreinlega skil ekki hvað þetta er dýrt þeir hljóta að eiga ónýta reiknivél hjá 365 þetta er bara ekki eðlilegt verð.

 


Síðasta helgi......

Við áttum frábært frí um síðustu helgi. Ég notaði föstudaginn á meðan karlinn var í vinnunni til að fara í klippingu með strákana og mig sjálfa og versla fyrir helgina. Auk þess pakkaði ég í bílinn. Við brunuðum síðan austur í bústað í sólina og lágum í leti allan laugardaginn. Laugardagskvöldið komu svo Maggi og Hrefna.

Á sunnudagsmorgunin snemma komu svo pabbi og mamma því við vorum að fara í ferðalag. Fyrst að var sannfæra pabba um að veðrið þennan sunnudag yrði gott og enginn ský yrðu á himnum kl 18:30 um kvöldið.

Svo var lagt af stað....keyrt að Bakka en það tók u.þ.b 1 klst og 15 mínútur. En þá var þokubakki milli Bakka og Vestmannaeyja þangað sem ferðinni var heitið og því ekkert flugveður í augnablikinu. Hmm, ég hugleiddi hvort ég ætti að hætta við eða fara. Leit upp til himna og kallaði á ömmu. Gott veður takk. Eftir nokkrar mínútur var síðan komin sól og blíða og við skiptum hópnum 8 manns í 2 flokka og sá fyrr fór um borð í míníflugvél. Svo kom vélin til baka og tók seinna hollið.

í Eyjum beið síðan hvítur 14 manna bíll, enginn annar í boði. Og við hófum ferðina. Pabbi var leiðsögumaður og þuldi upp allskonar sögur og skemmtilegheit. Frábært ferðalag. Heimsóttum Elsu vinkonu og svo Gústa og Fríðu vinafólk foreldra minna. Auk þess hittum við margan manninn og skemmtum okkur vel.

Það var svo flogið tilbaka á tilsettum tíma og allt gekk upp.

Ég sannfærðist um að ég er bara enginn eyjamaður í mér. Jú jú þetta var gaman og allt það en engir strengir voru snertir svo ætli eyjagenin í mér séu ekki bara orðin Garðabæjargen.

Eftir sólbað og afslöppun á mánudag fórum við svo heim til þessarar venjulegu vinnu og svofrv. Gott frí.

Vikan hefur svo liðið mjög hratt og enn er að koma helgi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband