Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Íslenskt veður.

Það er bara rok og rigning í dag. Svona týpist Íslenskt veður reyndar með varíasjónum !

Helv.. rokið rýkur beint í liðagigtina á mér og hendurnar emja og eru fúlar. Og ég get bara næstum því ekkert saumað. En sem betur fer á ég þó útsaumsblöð til að skoða.

 

Ég beið spennt eftir Spaugstofunni í gærkvöldi og viti menn ég varð bara fyrir vonbrigðum. Eitt og eitt atriði ok en mér fannst þeir fara lagt yfir strikið með Ólaf F.  Þótt pólítíkin í Rvík sé nú ferkar fúl það var þetta nú alveg óþarfi. Kannski þeir ættu að fara að hvíla sig um stund, það er orðin þunnur þrettándin hjá þeim.

 


Spennufall framundan

Æ i já það er spennufall hjá mér.

Er búin að vera í starfsviðtölum undanfarið og t.d 2 viðtöl í fyrradag. Alltaf gaman eða þannig. Fór svo í samningaviðræðum um laun og fékk góða niðurstöðu. Eftir erfiði á gamla vinnustaðnum sem ég er reyndar ekki laus við fyrr en 29/2 þá er bara spennufall. Nú er að pússla saman febrúar svo allt gangi upp.

Annars...

Var saumaklúbbur í gærkvöldi. Alveg rosalega gaman. Við hreinsuðum lungun töluvert þeas hlóum mikið og kjöftuðum mikið. Og saumuðum ójá slóum í gegn. Sumar saumuðu reyndar afturábak en aðrar áfram !  Við erum spennar fyrir ferðinni sem er 1 feb næsta föstudag. Kokkurinn byrjaður að huga að aðalmáltíðinni og ég að vinna í innkaupalistanum. Má líka gera ráð fyrir einhverju auka. Hver veit nema við verðum veðurtepptar. Það væri nú sögulegt. En kvöldið fyrir ferðinni ætlum  við nokkar saman á námskeið og býðum spennar eftir fyrirlestri Sr Jónu Hrönn ; Sjálfsmynd kvenna í ljósi Jesú frá Nasaret. Já þetta hlýtur að slá í gegn enda Jóna Hrönn þekkt fyrir skemmtilega fyrirlestra.  Nú við sem förum á þetta getum svo endurflutt þetta með tilþrifum í bústaðnum.

 

Gott veður annars í dag. I love it !! Minnir mig á Sigló árin, snjór endalaust og skafrenningur og fjör bara gaman.


Áfram um gosið

Við vorum að ræða saman um gosið ég og pabbi. Hann er náttúrlega með allt á hreinu. Gosið hófst um kl 1:40 um nóttina og hafði hann ekkert sofið enda skalf allt og nötraði heima hjá okkur. Fyrr um kvöldið höfðu verið jarðskjátftakippir. Hann vakt mig rétt fyrir kl 2.00 og við vorum farin, við krakkarnir ásamt Sigga afa út úr húsinu þá strax. Beint á Faxó til Siggu ömmu. Einar afi var skiptstjóri á Lóðsinum og fór ekkert annað en í sitt skip þar sem hann var nánast til gosloka.

 

 grænahlíð22Hér er húsið okkar Grænahlíð 22. Þarna átti maður margar góðar stundir.

 

 

Þegar T & K komu heim úr skólanum í dag sögðu þeir að gosið hefði verið til umræðu í skólanum og verði svo á morgun. Þeir eru náttúrlega í góðri aðstöðu til að segja sögur frá gosinu og víst er að þeir munu njóta sín

 

 


23 janúar

35 ár í  dag frá gosinu. Margs er að minnast það er á hreinu.

Þegar ég lít tilbaka þá man ég þetta eins og það hafi gerst í gær. Þegar pabbi vakti mig, klæddi ég mig og fór fram í eldhús og sagðist engan vegin vilja hafragraut í morgunmat GetLost. Engan fékk ég morgunverðin enda gos í næsta nágrenni.  Ég var dugleg fyrstu árin eftir gos að heimsækja Eyjarnar en eftir að afi og amma dóu geri ég lítið að því. Þó fór ég til Eyja í sumar í dagsferð með karlinn, strákana, tengdadóttir og foreldra og hafði gama af. Veit ekkert hvenær ég fer næst.

En merkilegt nokk í mínum augum hefur þessi dagur verið frelsisdagur hjá mér. Frelsi til að velja hvað sem er hvar sem er. Þótt Eyjarnar séu fallegar og allt það þá tel ég að mér hafi verið betur borgið í lífinu að búa á fasta landinu.

 - - - - -

 

 


Jæja.......

... er ekki best að blogga svolítið.

Mikið búið að vera að gera. Svo er líka mikið að gera í pólítíkinni svo ég hef verið upptekin !

Hvað finnst manni um þessi pólítísku tíðinni. Maður verður að hafa sig alla við að muna hverjir eru í borgarstjórn og hver er stjórinn. Hmm eins gott að mitt lið hér í bæ standi sig og ekkert svona vesen. En annars alveg ótrúlegt með þessi biðlaun. Hvað með okkur almúan ekki fáum við biðlaun. Okkur er í mörgum tilfellum bara dompað eins og hverju örðu drasli og fáum ekki einu sinni kaffibolla ! En það er allt önnur saga.

Það var svo mikið að gera í gær og í dag að mér finnst hreinlega að það sé komin fimmtudagur. Úff svo er bara miðvikudagur Á MORGUN ! jæja það er líka mikið að gera á morgun. Viðtöl og mikið fjör. Það hefur færst fjör í viðtala leikinn og nú er boðið í mann. Hmm spennó að sjá hvar þetta endar Wink 

Svo er saumaklúbbur á fimmtudaginn og þá verður sko fjör. Nýjar konur að koma svo ég má passa að missa mig ekki í bröndurunum. 

En ég  er á fullu að klára þessa hérna LLstada20jan en þetta á að verða afmælisgjöf handa konu sem mér þykir vænt um. En hún á stórafmæli eftir nokkrar vikur. Já já ég verð búin ekki spurning því klappliðið ( www.netkellur.is) klappar mig upp !

 


Laugardagur

Það var saumaklúbbur í gærkvöldi og alveg ofaslega gaman. Vel mætt og mikið stuð. Núna erum við að undirbúa bústaðahelgi og þá verður stuð. Alltaf smá leyndó fyrir svona ferðir til að koma á óvart og gera spennandi. Núna verðum við 11 saman í 100 fm bústað. Hér eru allir við hestaheilsu og strákarnir búnir að ná sér eftir Gullfoss og Geysir og Hveravelli. Svo framundan eru bara rólegheit eða þannig. Í kvöld ætla ég að sauma alveg helling enda búin að taka til :)

Gullfoss og Geysir !

Já þeir eru flottir svo framalega þeir komi ekki uppúr eða niður manninum !

T er með Gullfoss og Geysir, Gullfoss rann ört í gær og um það leiti sem ég heimsótti daumalandið kom Geysir og geystist áfram af fullum krafti. Skildi eftir sig XXX hér og þar og því var íbúðin skúruð um miðja nótt! Alveg hreint yndislegt líf þetta og vel að merkja þetta var nótt númer 2. Svo gólfin hér eru örugglega hrein Blush Merkilegt annars hvað  svona gerist oft á nóttunni. Hvað veldur? Það að foreldrar eru sofandi ? Eða kannski að blessuð börnin séu afslöppuð? Eða bara afþvíbara ?

Var sutt í vinnu í dag vegna þessa og sat því og saumaði á milli þess sem ég átti ágætis samtöl við Candy þeas þvottavélina.

Að öðru leiti er tíðindalaust hér í Sjálandinu góða og jólasveinarnir farnir úr hillunum hjá mér allir einn og hundrað. Mér finnst stofan nakin Woundering en það koma fljótt önnur jól og víst best að fara að undirbúa þau LoL


Sannarlega mánudagur til mæðu.

Það er langt síðan mánudagur ja eða nokkur dagur hefur birtst mér svona leiðinlegur eins og dagurinn í dag. Allt á afturfótunum og það örugglega skeifulausum. En öll él birta upp um síðir. Eða ég tel mér trú um það.

Ég ætla að smella á mig ipodnum og sauma.

 

Hugsaðu eins og sigurvegari - þá sigrar þú !

Æ-i kannski ég bara hringi í Höllu ----- maður hefur jú valmöguleika að hringja ( eins og í spurningarkeppnum )


2007 búið !

Ósköp er ég lélegur bloggari...

En árið 2007 er búið. Skýtið ár liðið. Árið var í heild sinni frekar erfitt og á stundum óþolandi. En þetta tókst þó þeas að klára það. Það kemur ekki tilbaka. Hinsvegar er ég reynslunni ríkari. Ég áorkaði margt gott og er bara ánægð með það.

Það sem stendur uppúr eftir árið.....skólinn, heimsóknir gamalla vinkvenna,(nei þær eru ekki af eldri kynslóðinni) og mjög skemmtileg Londonferð og fullt af smáum atburðum sem gaman er að hugsa um.

En framundan er 2008. Og ég veit að þetta verður frábært ár. Það byrjar bara vel.

Í dag og í gær hef ég verið að sauma stóra mynd og ætla að gefa mér þetta ár í það minnsta að sauma hana.

Á morgun byrja skólarnir hér þannig að T og K og M og H fara öll í skólann og ég í vinnuna.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband