Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðileg jól

Annar dagur jóla er í dag ég þurfti að kíkja á dagatalið til að ganga úr skugga um að í dag er föstudagur.

Við hér bara búin að liggja í leti horfa á bíómyndir, spjalla og slappa af. Í dag er svo veisla hjá mömmu og pabba og við verðum 16 stk. Gaman að hittast svona. Og núna í fyrsta sinn öll saman í nýju íbúðinni þeirra.

Ég er semsagt komin á fætur en hjásvæfillinn hrýtur ógurlega hann hefur bara gott af því verður svona "sléttari" á eftir Kissing

Óska ykkur gleðilegrar hátíðar og vonandi hafið þið það sem best. Ég ætla að reyna að sauma nokkur spor núna en ég hef bara ekkert getað saumað lengi.


Þorláksmessa

Fór snemma á fætur enda forvitnin að drepa mig. Málið er að ég fékk með póstinum brúnt þykkt umslag og á því stóð. " Opnist 23 des". Og eins gott að kíkja ekki fyrr. Ég fékk mér ávaxtasafan minn og kaffi og kíkti hratt í Fréttablaðið en tók svo að opna umslagið. Brosti mínu blíðasta. Tók síðan símann og sló inn númer fyrir norðan. Nei það endalaust á tali. Ég klæddi mig því og setti upp andlitið og prófaði aftur og já þarna kom það. Takk frú H.

Skrapp síðan i Smáralind með múttu og mér til mikilla furðu var rólegt þar. Málið því fljót afgreitt. Og nú er bara að dúlla sér það sem eftir lifir dags.

Fór líka í þessa yndislegu skötuveislu hjá múttu í gær. Og ... dásamlegt. Lyktin alveg yndisleg og ég hefði vilja setja hana á flöskur ..  Ég hékk yfir pottinum og þefaði vel og lengi.

 

Gleðileg jól öll og hafið það sem best .


Rautt

Ég fór í sjúkraþjálfun nú í morgun. Svo sem ekkert merkilegt en þótt rautt sé litur jólanna þarf fólk ekki að taka það svo alvarlega að það aki yfir á rauðu ljósi.

Ótrúlegt hvað fólk er svellkalt að skella sér yfir á rauðu eins og ekkert sé. Þetta er ótrúlega algengt. Mér finnst umferðarhraðinn hafa minnkað síðan þessi kreppa skall á en aftur á móti leyfir fólk sér að fara yfir á rauðu eins og ekkert sé.

Spurning hvernig á að taka á því. Ekki hef ég neina patent lausn annað en að fara eftir umferðarreglunum.

Þarf út aftur á eftir en nú er það hárgreiðslan. Klipping og litaupplyfting. Fékk rauða lokka um daginn og ætla að bæta grænum við. Errm nei nei bara að grínast.


Enn eitt vígið fallið.

Hér sit ég plástruð á þeirri vinstri. Fór að hitta Dr. Liðmann í dag. Hann tók á móti mér með bros á vör eins og venjulega. Og nú var það upp með nálarnar ! Tvær sprautur í liðina á vinstri  vísifingri. Og já þetta er VONT og svo voru nokkrar sprautur í hnésbótina á vinstri fæti. Það  var svo sem ekkert vont. En mikið er ég fegin að þetta er búið.

Gaf honum smá gjöf og hann var bara ánægður.

Nú er ég komin yfir þennan kafla. Er reyndar hálfgerður asni núna. Þurfti að hjálpa mér að borða og á mjög erfitt með að pikka á tölvuna en hvað gerir maður ekki !!!!

Nú þarf ég að vera stillt í dag og á morgun. Spurning hvort það tekst Halo .. ja ég held það.

 

Fékk jólagjöfina mína í gær frá strákunum, Sigurgeir og tengdadótturinni. Og ég fýla gjöfina í tætlur. Það þurfti að koma með hana frá búðinni í sendibíl og tvo menn til að ber'nna  inna. Dásamlegt .

Þetta verður ekki sett í umbúðir en fá má sýnishorn hér:

www.innlit.is/images/verdmidar/rafmlyftist.asp                Heart

Viltu fá að prófa ? LoL

 

 

 

 


Hvert fór vikan ?

Uss það er bara komin ný vika "gamla" vikna leið hratt og var skemmtileg á köflum.

Fór út að borða með netkellunum mínum sl þriðjudag. Jólafundur hjá okkur og pakkaskipti. Mjög skemmtilegt.

Miðvikudagurinn fór svo í tanna. Hmm ekki alveg eins skemmtilegt en þetta tókst og ég kom svo sæt út. Nei ekki láta ykkur detta í hug að ég hafi verið svo dofin og vart getað talað. Nei nei þótt ég hafði verið deyfð var ég ok og gat sko þess vegna rifið kjaft.

Annars leið bara vikan fljótt og var tölvert strembin. Þessi vika verður ögn rólegri svona öðruvísi bókuð.

Er svo annars bara að bíða eftir jólunum. Jólakortin löngu komin í póst og gjafir innpakkaðar og steikin á eftir að fara í ofnin. Joyful svo ég get bara dúllað mér í útsaumi og lesið góðar bækur en það eru sjö bækur á náttborðinu hjá mér..


Búmmmmm....

Alveg er ég ótrúleg, ég meina það sko Blush

Í morgun gerði stjórnarandstaðan í mér, sko vinstri hliðin uppreisn og það gerðist búmmmmmmmmm já með öllum þessum emum. Mér tókst af stakri snilld að "gleyma" vinstri fæti og kræktist hann undir mottuna með þeim afleiðinum að ég small í gólfið. Snérist í fallinu ( nei ég er ekki 2.1o á hæð) datt á hægra hnéð og h-hönd.  Ég lá í gólfinu í einar 15 mínútur, höfuðið fór utaní. Kannski ég verði skýrari hér eftir. Eftir mikið bras komst ég á lappir. Dauðhrædd um að vera hölt á báðum. Uss þá hefði ég gengið um eins og Keisaramörgæs og þá aldrei komist í American Next Top Models.

En ég uppskar marga marbletti og auma liði. Eins og þessir blessuðu liðir mínir væru ekki nógu aumir. En ég verð þó að segja að þessi "dettingur" sló ekki út "dettingin" frá London-mars-2006.

En ég sauma víst ekkert í kvöld.


Helgin að verða búin.

Og það bara býsna góð helgi.

Á föstudagsmorguninn fór ég að heimsækja elstu vinkonu mína. En við kynntumst í kringum 1964 +/- 1 ár. Eins gott að þriðja manneskjan var ekki með okkur því hún hefði aldrei komist að svo mikið kjöftuðum við.

Karlinn minn var  meðvitundarlaus í gær, of mikið í stóru tánna sl föstudag valdur af því. :) Dró hann samt í Bónus í gær og hafði bara gaman af því. Hann gerði ALLT sem ég bað um án umhugsunar en ég ákvað að leyfa honum ekki að keyra bílinn. Og allsekki að anda á mig Cool

Eftir þessi innkaup ákvað ég að splæsa á mig bleikum Ipod nano 8 gb.... æi ég bara varð hinn svo lítill og ég þarf verkjastillandi. Þurfti reyndar að fara bæjarleið eftir honum fyrst og síðast þar sem ég vildi hann bleikan. Já ég kem sífellt á óvart.

Í dag var svo afmælið mitt. Hörkupartý og bara gaman. Max mætti líka og knúsaði frænku sína. Max er semsagt hundur af Pug kyni ............

En ég verð að viðurkenna að skemmtilegast atvik helgarinnar var í gær þegar ég fór að kaupa ipodin. Magnús keyrði mér og Hrefna sat aftur í. Og svo töluðum við á fullu. Ég varð vör við eitthvað duló í einni tönninni og viti menn það hreinlega losnaði ein fyllingin og datt út í heilu ég meina hún molnaði ekkert. !!! já það er sko hægt að kjafta úr sér tannfyllingarnar. En þessi var reyndar eitthvað um 20 ára. Svo nú það ég að komast til tanna í hvelli.

 


Uppfærsla..

Og hvað hefur svo gerst síðan síðast? .... úpps það er bara svo ofsalega mikið.

Ég er búin að fara einar 8 ferðir á SHA frá því seinni partin í apríl og líkar vistin bara vel. Er með "private nurse" og alles og er svona að skríða saman. Tel það mikil forréttindi að geta smurt brauð og skorið ost. Eftir sprautur í hnésbót núna í október tókst mér að klæða mig í sokka og það alveg sjálf. Svei mér þá ef sjálfstæðið er bara ekki mætt í öllu sínu veldi. Minn elskulegi eiginmaður benti mér á að ég væri nú ekki ríki þótt ég væri sjálfstæð.

Nú þegar bankarnir hrundu tók vísifingur á vinstri hönd uppá því að festast krepptur. Já það var víst einhver heimskreppa sem birtist. Og eftir töluvert basl við fingurinn ákvað hann að rétta úr sér og neitar svo að beyja sig. Spruning hvort þetta er einhver spádómur um kreppuna sem við erum í hér.

Magnús og Hrefna trúlofuðu sig. ójá litlu börnin mín gengin út. En þau koma nú reglulega og kíkja í ísskápin og koma með þvott. Bara skemmtilegt. En allt gengur vel hjá þeim.

Og strákarnir mínir já já þeir eru hressir hafa tekið virkan þátt í heimilisstörfum og víst er að þeir verða flottir í framtíðinni sannkallaðir snyrtipinnar.

En nú verð ég að spretta úr spori og sauma...


Orðlaus ?

Nei ég er sko ekki orðlaus þrátt fyrir að hafa ekki bloggað llllleeeennnnngggiiii en fékk smá skot frá einni í gærkvöldi og ætli ég láti ekki gammin geysa..

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband