Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Sól og sæla

Hér er afbragðs gott veður þessa dagana og virkilega notalegt að sitja á svölunum sauma nokkur spor og lesa til skiptis. Svei mér þá ef ég bara tók ekki smá lit í dag.

Annars er ég líka í boltan. Fékk að líta rauða spjaldið ja eða bleika spjaldið. Ég viðurkenni ég bara varð svo æst. Skil bara ekkert hvar augun á dómaranum voru eða hvers vegna þeir komu ekki helv... tuðrunni í markið. Eiginmaðurinn benti mér á að þeir bara heyrðu ekkert í mér þarna í útlandinu og bað mig að vera stillta ! jú jú ég reyni..

Í gærkvöldi fór ég með saumaklúbbnum út að borða. Rosalega gaman að fara smá út! Og með stelpunum. Við náttúrlega hlóum og skemmtum okkur mjög vel.  Gott veganesti fyrir mig í næstu Akranes ferð sem er á morgun. Dr. Liðmann er erlendis en hann fékk annan Dr til að fylgjast með mér svo allt færi nú vel fram. Hann er æði hann Dr. Liðmann. Svo er ég bara spennt að fara og hlakka til að finna breytinguna sem vonandi kemur fljótt og vel.

Ég náði að klára að sauma Ronaldo og koma honum í innrömmun. Hann er bara ok. Sem og Jack Sparrow. Þarf að taka mynd og smella þeim á netið.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband