15.2.2007 | 15:35
Bjartur dagur
Ég hef verið dugleg í dag. Búin að gera ýmislegt í setrinu sem kemur öllum mínum netkellum vonandi á óvart á morgun. Það er alveg yndislegt að vera í setrinu og ekki laust við að saumafílingurinn fari á yfirflippi.
Annars er sól og fallegt veður. Strákarnir þokkalegir og njóta sín vel í tölvuleik en það er vetrarfrí í skólanum og enginn skóli þessa vikuna. Svo er það fótbolti á eftir hjá þeim.
Maggi minn var að keppa í gærkvöldi og auðvitað sigraði Stjarnan. Til hamingju elskan.
En það styttist í juróvision. Spennandi. Vona að Eiríkur Hauks verði fyrir valinu en er ansi hrædd um að unga fólkið ( nei nei ég er sko ekki gömul ) velji lagið Tryllir mig. Jú jú það er ágætis lag en Eiríkur er samt betri. Mér fannst líka æðislegt að fara í útsendinguna ... I love it !
Já og svona fyrir ykkur sem lesið þetta og eruð á móti júróvision vil ég segja. Þetta er skemmti dagskrá. Enginn drepinn, ekkert blóð. Fullt af nýju fólki í tónlistinni sem kemur sér á framfæri og svfrv.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.