Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ástin og lífið og stjörnuspáin mín

Bogmaður: Með smitandi ást þinni á lífinu getur þú hjálpað manneskjunni sem veit ekki hvernig hún á að haga sér.

Já svona hljóðar stjörnuspáin mín í dag. já ég viðurkenni að ég er ástfangin af lífinu. Það er svo skemmtilegt að vera til og gaman að gera skammarstrik en það hefur mér aldrei þótt leiðinlegt.

Ef ég get hjálpað einhverjum og smitað af þessari ást þá geri ég það InLove

Eigið góðan dag. Heart


Mánudagur enn og aftur

Jæja þá er enn komin mánudagur og ég komin hér við tölvuna með kaffibolla. Í dag er karlinn heima og verður settur í að gera eitthvað leiðinlegt eins og að henda og gefa úr geymslunni. Meira draslið sem maður getur dregið að sér. Ég hef haft það á stefnuskránni að sanka ekki að mér drasli síðan við fluttum hingað í Sjálandið. Við tókum alveg rúmt ár eftir að við fluttum að fara í gegnum ýmislegt og var margt hreinlega látið fara í gefa-henda ferð. En einhvern vegin verður geymslan fyrir því áfalli að þar safnast ýmislegt fyrir. Og nú á að laga til og gera partývænt J

Annars ætla ég að sauma og þ.h í dag. Er með helv.... verki í höndunum og fætinum þessum sem sífellt er í stjórnarandstöðu.

En allavega ég vildi líka láta ykkur vita að ég segi ekki af mér það er á hreinu Cool

Eigið góðan dag.


Laugardagur

Siminn hringdi kl 10 eða þar um bil í morgun. Ég var enn uppí rúmi þrátt fyrir að vita að konan mundi hringja. Æi það var bara svo gott að lúlla. Ég stökk framúr svona mv liðagigtina og svaraði hress. jú jú ég skyldi skjótast í föt og setja upp varalitinn.

En ég þurfti auðvitað að kíkja aðeins í blaðið og var því enn óklædd og næstum komin með varalit rúmum klukkutíma seinna. En allt tókst þetta.

Svo sátum við hér í hugmyndavinnu og kaffærðum hvor aðra með kjaftagangi og saumuðum og drukkum kaffi fram um miðjan dag. Þá var konan sótt. Gott að eiga svona góða vini Kissing

Ég sannfærði konuna um hvernig við ættum að ráðast í að sauma EMS jóladagatalið og féllst hún á mína hugmynd. Var ekki sannfærð í upphafi en ég er svo góður sölumaður ! Þetta verður eitt af verkefnum ársins 2009.

Ferðalög báru líka á góma og ef allt fer á besta veg gætu tvö ferðalög verið uppi á borðinu. Uss segi ekkert meira um það að sinni.

 


13 jan

Hvað tíminn flýgur komin 13 janúar í hvelli.

Ég er búin að fara fyrstu ferð ársins á SHA og láta „fylla á“. Ég fýla mig eins og batterý en þetta er gott batterý.

 Dr. Liðmann frábær eins og venjulega og þar sem vinstri fóturinn er eins og Steingrímur J alltaf í stjórnarandstöðu og með vesen þá ætlar hann sko Dr. Liðmann að tala við Dr. Bækl og sjá hvort ekki er hægt að gera eitthvað almennilegt við minn „Steingrím J“

Í gær var helv.. kalt og kuldinn skellti sér beint í verstu liðina. Og í dag er svona innidagur ég hreinlega neita að fara út ! Ég mótmæli kulda !!

Kreppan heimsótti okkur. Ég bauð henni ekkert inn hún bara þröngvaði sér inn um dyrnar. Rosalega dónó. Karlinn komin með breytt starfshlutfall og komin í 75% vinnu. Hann er því heima í dag og var heima í gær. Auðvitað „nota“ ég karlinn. Hann fór í Sorpu með dót og svo er bara að jaska honum út í tiltekt og svoleiðis. Um að gera að nota þessi 25% sem eftir eru.

Ég er bara eins og prinsessan á bauninni og bara fýla það. Komin með langan lista sem hann þarf að gera.Svo er bara að sauma og lesa. Er búin með 1 stk á árinu og tvö önnur að verða tilbúin. Best að sauma og sjá til þess að karlinn geri eitthvað Kissing


Sjálfstæðisbaráttan mín.

Árið 2008 var mér erfitt og stundum hreinlega fannst mér ég hafa tapað sjálfsæðinu. Við erum svo vön að "bara gera hlutina" án þess að hugsa um hversu gott við eigum að geta gert þetta og hitt. Að lenda svo í svona stórum þröskuldi eins og ég er í er bara andskoti erfitt og það að þurfa að biðja einhvern um að gera fyrir mann hluti sem eru svo sjálfsagðir er rosalega erfitt.

Ég þessi sjálfstæða vera á bara enn erfitt með að biðja um hjálp. Ég svona reyni að dröslast í gegnum þetta en verð að viðurkenna að í nokkur skipti stóð ég frammi fyrir því að verða að viðurkenna að ég var eins og strákurinn sem átti Búkollu að þurfti aðstoð og þá þurfti ég að taka hár úr halanum og segja baulaðu nú Búkolla mín ef þú heyrir og já biðja um hjálp.

Enn er ég í þessari stöðu að þurfa að biðja um hjálp og er örlítið skárri í þessu en í fyrra. Eitt af mínum áramótaheitum er að reyna og ég meina REYNA að skilja að ég er ekki súpermann og ég bara verð að lifa með þessari liðagigt og ganga á jafnvægisslá og stundum bara missa jafnvægið. En og já en.... sko ég GET þetta.

Veit að þetta ár verður betra og Dr Liðmann gerir allt sem hann getur fyrir mig og í lok árs get ég vonandi dansað :)


Gleðilegt ár

Já það kom árið 2009 sem sumir héldu bara að kæmi ekki þar sem 2008 boðaði bara bölsýnir.

 

En gleðilegt ár og hafið þökk fyrir liðin ár. Ég er auðvitað bjartsýn á árið 2009 sem verður flott ár og skilar okkur mun betri inní framtíðina.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband