Leita í fréttum mbl.is

12 mars 2007.

Ég las áðan blogg einnar góðrar vinkonu minnar. Hún hefur undanfarið sett inn margar gamlar sögur og fleira skemmtilegt frá Mosó árunum. Við erum jafngamlar en mér fannst hún vera vona eitthvað 15 árum eldri en ég að lesa þetta. Greinilega höfum við ekki elst jafnhratt. Etv er ástæðan sú að hún býr í Noregi en ég á Íslandi.

Ég fór nú samt að hugsa um Mosó árin. Það var svo sannarlega ýmislegt brallað og stundum alveg ótrúlegt að sólarhringurinn hafi bara verið 24 tímar mv það sem við komumst yfir. Stundum vann ég 18 tíma vakt, gerði ýmislegt skemmtilegt og það langt fram á nótt og var svo mætt fyrir kl 8 næsta morgun á aðra 18 tíma vakt. Eldhress Smile. En þetta var svo skemmtilegt og margir skemmtilegir karakterar þarna. Ójá.

En það er undirbúningur fyrir London ferðina sem tekur töluverðan tíma núna. Ágætis stór --ferðafrömuður  Íslands segir að maður eigi að undirbúa sig vel og því betur sem það er gert því skemmtilegri verði ferðin. Þessi ferð er sko vel undirbúin. Og víst er að ferðafélagarnir eru skemmtilegir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband