Leita í fréttum mbl.is

Tíminn flýgur

já tíminn flýgur það er vís og ég hef haft svo mikið að gera og enginn tími fyrir skrif. Svo hefur verið mjög gott veður og notarlegt að sitja á svölunum og sauma eftir vinnu.

En svo datt mér líka í hug að skoða í nokkra skápa og tók heil mikið af ýmsu sem fór í Sopru bæði í endurnýtingardeild og þetta týpiska rusl. Það verður allt svo hreint á eftir Smile

Svo fluttum við setrið um sl helgi og húsgögnin sem þar voru gefin og svo í nytjamarkaðinn hjá Sopru. Svei mér þá ef þeir fara bara ekki að elska mig þar. Tounge

Annars hringdi í mig sölumaður frá Sýn. Svo ljúfur að bjóða mér Sýn 2. Maðurinn nátturlega vissi að fótbolti væri fyrir mig. En ég fékk hroll þegar verðið kom upp margfaldaði með 12 og fékk út Londonferð. Nei takk þetta er ekki gott. Enginn fótbolti fyrir mig í vetur nema ég heimsæki tengdó. Ég hreinlega skil ekki hvað þetta er dýrt þeir hljóta að eiga ónýta reiknivél hjá 365 þetta er bara ekki eðlilegt verð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

já þeir hafa ónýta reiknivél á 365.því þetta er okurverð á áskriftinni. Dugnaðurinn að sitja úti í sólinni og sauma ,er nýkomin að sunnan skilaði Guðrúnu G og börnum af mér svo þau kæmust nú til norge aftur kveðja og knús

Laugheiður Gunnarsdóttir, 19.7.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband