Leita í fréttum mbl.is

Dýrðarinnardrulludásemd :)

Góður dagur í dag.

Í morgun kl rúmlega átta fór rafmagnið af hér. Ég var nýbúin að fá mér kaffi svo morgunsopin var að baki. En ég átti eftir að setja upp andlitið. Jæja það var víst ekkert hægt að gera annað en kveikja á kerti og slá svo til. Andlitið komst í rétt horf og ég var bara býsna góð Halo

Svo kom nú rafmagnið og ég dreif mig í vinnuna. En þá vildi lyftan ekki vinna svo ég þurfti að kalla á viðgerðamann eftir að hafa reynt að koma henni af stað með þeirri alkunnu snilld að taka af henni rafmagnið og setja það á án árangurs.

Í bílageymslunni stóð svo bílageymsluhurðinn hálf opin. Hún gretti sig framan í mig og svei mér þá ef hún ullaði ekki líka. Vildi ekkert kannast við að hún gengi fyrir rafmagni. En mér tókst að koma henni í gang og hún er til friðs.

í vinnunni var svo eins og venjulega nóg að gera.

Í kvöld er konukvöld í Garðheimum sem ég ætla að fara á ásamt fríðum hópi. Spennó að sjá hvað í boði er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband