18.11.2007 | 19:58
Sunnudagur selstúlkurnnar....
Það hefur auðvitað verið nóg að gera undanfarið. Aldrei lognmolla hér á bæ.
Í dag var svokallaður ..rennerísgestadagur. Frá hádegi fram á kvöldmat. Gaman þegar fólki kemur í heimsókn og situr og spjallar um daginn og veginn.
Í gær var margt að gera og dagurinn eiginlega bara rann mér úr greipum þótt ég hefði áorkað margt.
En í öllu þessu ákvað ég að slá öllu uppí kæruleysi og sauma í stað þess að stitja og lesa . Æi það var svo gott svo notarlegt. Bara láta hugann reika og sauma. Eftir liggja ýmis skemmtilega verkefni á borðinu og ég er sátt.
Ég var ekki í vinnu sl föstudag þar sem astmaskrattinn, eða asnin í mér eins og ég kallan, brá fyrir mig fæti. Ég saumaði því líka á föstudaginn og er því í alveg rosa stuði fyrir næstu viku. Þetta er svona eins og minn Búddismi .
Ég veit að næsta vika verður æði spennandi. Fyrst ber að nefna að ég hef boðað til fundar í skólanum með Sjónarhólskonu og DR. SJH. er ekki búin að segja orð um það í skólanum og mun því verða þvílíkt undirbúin og skora mörg stórfengleg mörk !
Svo eru það verkefnin í mínum skóla sem munu taka völdin á morgun og við Systurnar Skordal fara að vinna í þeim en við áttum frí frá hvor annari þessa helgina. Við munum að sjálfsögðu slá í gegn enda afbraðgs konur og afskaplega vel gefnar !
Sigurgeir minn er búin að setja upp nýja spjallrás á netkellum svo þar verður margt að kanna og læra á fyrir mig sem og kellurnar mínar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.