18.11.2007 | 20:05
Íslenska...ekkert mál. !
Merkilegt fyrirbæri þessi Íslenska ! Dagur Íslenskrar tungu liðinn og margir fengu góð verðlaun. Gott og blessað það.
En afhverju í ósköpunum getur fólk og fyrirtæki ekki bara verið með íslensk nöfn ? Þetta er náttúrlega alveg til skammar og mér finnst að það ætti að setja fótinn fyrir fyrirtæki sem geta ekki nota okkar tungumál í heitum sínum.
Við erum svo fljót að stökkva til, hlaupa á eftir hinum og þessu verslunarkeðjum um allan heim og drögum þau á asnaeyrunum hingað.
Og svo er annað sem brennur á mér.... Hvað er Eiður Smári að gera? Ég sem er svo laus við forvitni um líf fræga fólksins er gjörsamlega að fara á límingunum ..... sem sagt að deyja úr forvitni.
En ég reyni að bíða rosalega þ o l i n m ó ð !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.