Leita í fréttum mbl.is

23 janúar

35 ár í  dag frá gosinu. Margs er að minnast það er á hreinu.

Þegar ég lít tilbaka þá man ég þetta eins og það hafi gerst í gær. Þegar pabbi vakti mig, klæddi ég mig og fór fram í eldhús og sagðist engan vegin vilja hafragraut í morgunmat GetLost. Engan fékk ég morgunverðin enda gos í næsta nágrenni.  Ég var dugleg fyrstu árin eftir gos að heimsækja Eyjarnar en eftir að afi og amma dóu geri ég lítið að því. Þó fór ég til Eyja í sumar í dagsferð með karlinn, strákana, tengdadóttir og foreldra og hafði gama af. Veit ekkert hvenær ég fer næst.

En merkilegt nokk í mínum augum hefur þessi dagur verið frelsisdagur hjá mér. Frelsi til að velja hvað sem er hvar sem er. Þótt Eyjarnar séu fallegar og allt það þá tel ég að mér hafi verið betur borgið í lífinu að búa á fasta landinu.

 - - - - -

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband