27.2.2008 | 17:52
Miðvikudagur ... er vor í lofti ?
Veðrið var flott í gær sem og í dag. Sjórinn spegilsléttur og fuglar á hraðri siglingu á sjónum. Krumminn alltaf að kíkja á svalirnar hjá öllum hér. Sennilega í leit að æti. Mér finnst alltaf gaman að horfa á Krumma.
En bæði dagurinn í gær og í dag voru erfiðir. Ég er enn að drepast í fætinum. Taugin alveg farin á því. Þótt ég sé skárri þá er ég samt pínu verri. En var ekkert búin að heyra í sjúkraþjálfarinum. OO ferlegt. En ákvað að hringja í ritarann í dag þegar hún hefði fengið sér hádegisverð og hringdi því um kl 13 :15. Kynnti mig kurteislega og sagði henni að hún hefði nú stjörnumerkt mig á mánudaginn í sl viku og ég vissi svosem að ég hefði ekki fengið Óskarinn en langaði rosalega til að komast að. Hún fór að hlægja og sagði... já nú veit ég hver þú ert.. nema hvað stjarnan sjálf. Og viti menn ég fékk tíma ! YES .. byrja á föstudaginn og mikið er ég fegin. Það er ekki sama hvort maður er Jón eða séra Jón, stjarna eða ekki stjarna. Ég á samt ekki von á rauðum dregli.
Athugasemdir
Þú sendir kvörtun í "þríriti", ef þeir gleyma RAUÐA dreglinum á föstudaginn!
Góðan bata, vinkona.
Sigríður Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.