23.12.2008 | 16:15
Þorláksmessa
Fór snemma á fætur enda forvitnin að drepa mig. Málið er að ég fékk með póstinum brúnt þykkt umslag og á því stóð. " Opnist 23 des". Og eins gott að kíkja ekki fyrr. Ég fékk mér ávaxtasafan minn og kaffi og kíkti hratt í Fréttablaðið en tók svo að opna umslagið. Brosti mínu blíðasta. Tók síðan símann og sló inn númer fyrir norðan. Nei það endalaust á tali. Ég klæddi mig því og setti upp andlitið og prófaði aftur og já þarna kom það. Takk frú H.
Skrapp síðan i Smáralind með múttu og mér til mikilla furðu var rólegt þar. Málið því fljót afgreitt. Og nú er bara að dúlla sér það sem eftir lifir dags.
Fór líka í þessa yndislegu skötuveislu hjá múttu í gær. Og ... dásamlegt. Lyktin alveg yndisleg og ég hefði vilja setja hana á flöskur .. Ég hékk yfir pottinum og þefaði vel og lengi.
Gleðileg jól öll og hafið það sem best .
Athugasemdir
öfunda þig af skögunni. Ég óska þér þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kannski hittumst við á næsta áril.
Unnur Guðrún , 25.12.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.