Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
12.3.2007 | 23:00
12 mars 2007.
Ég las áðan blogg einnar góðrar vinkonu minnar. Hún hefur undanfarið sett inn margar gamlar sögur og fleira skemmtilegt frá Mosó árunum. Við erum jafngamlar en mér fannst hún vera vona eitthvað 15 árum eldri en ég að lesa þetta. Greinilega höfum við ekki elst jafnhratt. Etv er ástæðan sú að hún býr í Noregi en ég á Íslandi.
Ég fór nú samt að hugsa um Mosó árin. Það var svo sannarlega ýmislegt brallað og stundum alveg ótrúlegt að sólarhringurinn hafi bara verið 24 tímar mv það sem við komumst yfir. Stundum vann ég 18 tíma vakt, gerði ýmislegt skemmtilegt og það langt fram á nótt og var svo mætt fyrir kl 8 næsta morgun á aðra 18 tíma vakt. Eldhress . En þetta var svo skemmtilegt og margir skemmtilegir karakterar þarna. Ójá.
En það er undirbúningur fyrir London ferðina sem tekur töluverðan tíma núna. Ágætis stór --ferðafrömuður Íslands segir að maður eigi að undirbúa sig vel og því betur sem það er gert því skemmtilegri verði ferðin. Þessi ferð er sko vel undirbúin. Og víst er að ferðafélagarnir eru skemmtilegir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 20:38
Veik í dag.
Fékk alveg hræðilega eyrnaverki í nótt og svaf ekkert . Var hugsað til allra litlu barnanna sem fá eyrnabólgur. Æ-i greyin mín þið eigið alla mína samúð þetta er sárt.
En ég gat notað tímann í vel þar sem ég fór ekki í vinnu. Saumaði auðvitað . Er með skemmtilega mynd og alveg frábært handlitað efni. Æði.
Auk þess notaði ég tímann til að undirbúa London ferðina. Þetta verður frábær ferð enda mjög skemmtilegir ferðafélagar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 22:15
Léleg frammistaða.
Hverslag bloggari ertu kona? Þetta er léleg frammistaða og eins gott að bæta úr því.
Þessa stundina er ég að slást ( óbeint) við að koma drengjunum uppí rúm. Hvað er þetta eiginlega með þessi börn??? ARRRGGG þau eru dauðþreytt fyrri hluta kvölds en þegar kemur að því að fara uppí rúm er eins og þau fá ofurkrafta eru bara ekkert þreytt. Alveg ferlegt og ég náttúrlega þessi líka leiðinlega mamma sem stend mig vest af öllum í heiminum. Skilja bara ekkert í því að fá ekki að vaka eins og það sé gamlárskvöld. OO nú jæja, best að bíta á jaxlinn sem flutti í síðustu tannlækna heimsókn og vera eins blíð og engill og sigra í þessari lotu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)