Færsluflokkur: Bloggar
22.2.2008 | 20:55
Föstudagur.
Átti erfiða nótt, svaf mjög lítið. Hundfúlt. Var virkilega kvalin í fætinum. Skv læknisráði var ég heima í dag og fór því aftur uppí rúm þegar karlmenn heimilisins voru farinir og svaf vært þegar síminn hringdi um kl 9:30. Kom mér svo framúr klst síðar.
Hef því verið í bómull í dag ( ísl þýðin: í rólegheitum ), saumað og lesið til skiptis. En auk þess lagt mig á milli. Um helgina eru svo að vera áfram í bómull. Er orðin þreytt á þessu og langar að dansa.
En nota tímann vel og sauma. Þarf að drífa mig í að klára Kenýa kerlingarnar svo ég geti farið að sauma eitthvða annað Það er svo margt sem býður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2008 | 21:43
Úpps...
það eru semsagt í dag 309 dagar til jóla ! Sigga ég bara verð að fara að koma í kaffi.
En annars er ég dauðuppgefin ! Rosalega verður maður þreyttur á þessu samningaviðræðustandi við taugar og hné ! Ég pantaði tíma í sjúkraþjálfun og var sagt að allt væri fullt. Andsk... sagði ég og........nokkur falleg orð... þá fékk ég svar......... heyrðu ég stjörnumerki þig!
Auðvitað á stjörnumerkja mig! Aðalstjarnan en ég fæ víst ekki tíma í þessari viku það er í góðu lagi. ! Smá Pollýanna hér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 21:40
Þriðjudagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 17:40
Búin
Jæja þá er þessi búin. Bísna ánægð.
Nú þarf bara að þvo og strekkja og svofrv... koma henni í innrömmun og bíða eftir afmælinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2008 | 20:54
Ég held ég gangi heim....
.. nei ekki geng ég heim í dag það er víst.
Sá vinstri þeas fóturinn er í algjörri stjórnarandstöðu núna. Vill ekki þýðast mig þrátt fyrir fyrirheit um borgarsjórarstól og gull og græna skóga. Nei hann er virkilega fúll, sennilega liggur hann undir feldi og hugleiðir sína stöðu.
En fyrir 14 dögum síðan lenti hann í frosti og fraus. Hnjáliðurinn hefur þiðnað síðan en ekki náð sér að fullu. Eftir að eigandinn gerði ýmsar æfingar kallaði hann til fundar og sagði nei takk ég vil ekki meir. Eigandinn var ekki alveg sátt..... og gerði enn æfingar en að auki skrapp hún í Smáralind og tók allan verslunarflötin með trompi. Úff þetta líkaði fæti ekki og sett því eigandi sínum stólinn fyrir dyrnar og nú er verkfall.
Liður í hugleyðslu og eigandi óttast Dr., liðmann með nál og vökva til að liðka fyrir samningaviðræðum. Vont mál.
En sem betur fer er helgi framundan og víst að eigandinn mun slappa vel af því Dr. liðmann er með stofu á mánudag og ekki er hægt að bíða lengur eftir sátt. Ekkert hefur verið dansað hér lengi og ástandið því slæmt og í dag á sjálfan Valintínusardaginn er þetta bara ómögulegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2008 | 21:01
Neyðarkitt hvað er nú það !
Ja það er nú það.
Ég hef alltaf tekið útsauminn með mér þegar ég veit fyrirfram að biðtími verður langur á þeim stað sem ég þarf að fara. Ég er alltaf viðbúin eins og skátarnir eða það héllt ég. En svo koma skrýtin dagur. Tengdapabbi var búin að vera veikur, fékk slæmsku í bak og ég þurfti á sjúkrabíl til að koma honum í skoðun uppá heilsugæslu. Ég var mjög ósátt að fara þangað með hann vildi fara strax á slysó og í almennilega myndatöku. En nei "kerfið" var nú ekki sammála mér. En sjúkraflutningamennirnir eru alveg frábærir. Ég náttúrlega byrjaði að heilla þá uppúr skónum(bomsunum) og við enduðum á slysó í almennilegri rannsókn með karlinn. Þetta tók rúma 7 klukkutíma ( já sjö ) ég var EKKI með útsauminn og öll blöðin gömul rifin og ég held svei mér þá að ég hafi kunnað þau utanað enda þau mjög fá. Þetta var þrekraun því kaffið var vont og af skornum skammti en ég lifði þetta af sem og karlinn. Hans mál komust á hreint og hann hress í dag.
En ÉG sko ég fer ekki á slysó eða neitt nema með neyðarkitt í veski mínu, varalit og próteinbar. Hefði jafnvel átt að hafa neyðarkaffi líka. Kalla þetta neyðarkitt til að grípa í undir svona kringumstæðum.
Þetta er nú bara eitthvað smátt sem ég set saman sjálf eða er lítill mynd og muna eftir þráðaklippir eða skærum.
Sé þetta í veskinu eru mér allir vegir færir !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2008 | 20:22
Rok og aftur rok
Það er víst rok hér í Garðabæ skv veðurfréttunum á Stöð2 áðan einhverjir 33-35 metrar á sek. Jú jú það blæs víst. Mjög gott að sitja bara í rólegheitunum og sauma. Ég hreinlega verð að fara að klára Celtic myndina og koma henni í innrömmun svo hún verði tilbúin á tilsettum tíma.
Voðafónn fékk í hnén og síminn datt út í einhverri vindhviðunni áðan eins gott að maður á gsm og það svo sem 2 stk á mann hér á heimilinu. Og skype-ið það má nota það líka. Jibbí !!! Já tæknin er alveg frábær. Hmm ómögulegt að vita hvernig maður kæmist í gegnum þessa rokdaga án tækninnar. Þótt ég sé nú flesta daga sátt við rok og þetta týpiska íslenska verður þá er þetta orðið nóg núna. Já bara býsna gott. Þannig að ef Kári les þetta þá endilega farðu að slappa af karlinn minn. Við erum svolítið vindbarinn á landinu og fólk þarf bara að fá að ferðast í friði. Komast til og frá landinu eftir þörfum og svo framvegis. Ég veit Kári minn ef þú kíkir í hjartarót þá sérðu og skilur hvað ég meina. Sendu okkur nú hlýrri strauma og smá sól takk.
Annars er ég fegin að það er komin helgi. Þetta var erfið vika og gott að slappa af. En svo er það veislan á sunnudaginn. Skv útreikningum mínum verða afmælisbörn dagsins samtals 90 ára. Það verður auðvitað heljarinnar partý og ættin mun mæta. Ég er að mestu búin að taka til á bara eftir að skella í svosem eina köku og þá er allt til reiðu.
Farin að sauma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2008 | 21:56
Afmælisdagur hér.
T & K orðnir 11 ára ! úpps tíminn líður en samt yngist ég .
Hér var strákapartý í gær, pizzur og alles, mikið gaman. Í dag fórum við í Smáralind og þeir keyptu það sem þeim langaði í. Fljótafgreitt í BT. Á sunnudaginn er svo ættarpartýið og þar sem mútta á afmæli líka sláum við þessum afmælum í eitt heljarinnar partý.
Annars átti ég frábæra helgi með netkellum mínum í bústaðaferð. Alveg draumur, besta ferðin til þessa. Enginn skaldall nema hvað útigrillið þarna þolir ekki 15 stiga frost ! Örvar blessaður örvaði grillið alveg grimmt en það tókst ekki að koma því í gang. Þar með fór handnuddaður kjúlli í hungansbaði í ofnin. Hann rann ljúft niður og við sáttar.
Við vonuðumst eftir að verða veðurtepptar og höfðum nægar birgðir af útsaum sem og fæðu til að bregðast við því en því miður við urðum að fara heim. En förum fljótt aftur. Og þá þurfum við að örva Örvar.
Þar sem hópurinn tvístraðist eftir bollukaffið í Hveragerði brugðum við á það ráð að kveðjast að hætti netkellna fyrir utan bakaríið. Kossar og knús fuku í allar áttir á hverja og eina. í bíl beint fyrir framan innganginn þar sem við stóðum var bil lagt og í bílnum sat miðaldra maður á síðari stigum. Hann horfði grimmt og hefur sjálfsagt vilja blanda sér í knús og kossa. En honum stóð það náttúrlega ekki til boða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.1.2008 | 20:46
Íslenskt veður.
Það er bara rok og rigning í dag. Svona týpist Íslenskt veður reyndar með varíasjónum !
Helv.. rokið rýkur beint í liðagigtina á mér og hendurnar emja og eru fúlar. Og ég get bara næstum því ekkert saumað. En sem betur fer á ég þó útsaumsblöð til að skoða.
Ég beið spennt eftir Spaugstofunni í gærkvöldi og viti menn ég varð bara fyrir vonbrigðum. Eitt og eitt atriði ok en mér fannst þeir fara lagt yfir strikið með Ólaf F. Þótt pólítíkin í Rvík sé nú ferkar fúl það var þetta nú alveg óþarfi. Kannski þeir ættu að fara að hvíla sig um stund, það er orðin þunnur þrettándin hjá þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2008 | 21:06
Spennufall framundan
Æ i já það er spennufall hjá mér.
Er búin að vera í starfsviðtölum undanfarið og t.d 2 viðtöl í fyrradag. Alltaf gaman eða þannig. Fór svo í samningaviðræðum um laun og fékk góða niðurstöðu. Eftir erfiði á gamla vinnustaðnum sem ég er reyndar ekki laus við fyrr en 29/2 þá er bara spennufall. Nú er að pússla saman febrúar svo allt gangi upp.
Annars...
Var saumaklúbbur í gærkvöldi. Alveg rosalega gaman. Við hreinsuðum lungun töluvert þeas hlóum mikið og kjöftuðum mikið. Og saumuðum ójá slóum í gegn. Sumar saumuðu reyndar afturábak en aðrar áfram ! Við erum spennar fyrir ferðinni sem er 1 feb næsta föstudag. Kokkurinn byrjaður að huga að aðalmáltíðinni og ég að vinna í innkaupalistanum. Má líka gera ráð fyrir einhverju auka. Hver veit nema við verðum veðurtepptar. Það væri nú sögulegt. En kvöldið fyrir ferðinni ætlum við nokkar saman á námskeið og býðum spennar eftir fyrirlestri Sr Jónu Hrönn ; Sjálfsmynd kvenna í ljósi Jesú frá Nasaret. Já þetta hlýtur að slá í gegn enda Jóna Hrönn þekkt fyrir skemmtilega fyrirlestra. Nú við sem förum á þetta getum svo endurflutt þetta með tilþrifum í bústaðnum.
Gott veður annars í dag. I love it !! Minnir mig á Sigló árin, snjór endalaust og skafrenningur og fjör bara gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)