Færsluflokkur: Bloggar
9.5.2008 | 17:24
Fréttir vikunnar.
Já vikan var þokkaleg þrátt fyrir leiðinlega byrjun. Ég komst ekkert í vinnuna og átti von á að vinnuveitandinn mundi úthýsa mér enda ég nýbyrjuð. En nei, hann ætlar ekki að gera það en sagði mér að taka mér minn tíma og koma svo. Frábær gaur ég verð að segja það
Á þiðjudaginn var það svo endurkoman á slysó með T. Brotið grær fínt. Sú sem tók á móti okkur spurði mig hvort ég rataði ekki á röntgen. Ég mátti passa mig að missa mig ekki , jú jú ég sko rata. Hefði getað verið gæd. Svo fór ég í blóðprufu og hitti Dr. Liðamann. Hann sá mig og kom að heilsa mér. Góður alltaf við hann Dr. Liðmann.
Ég er annars enn að bíða eftir Tryggingastofnun taki sig á og klári umsóknin um nýja lyfið. Mér finnst TR frekar gamaldagsstofnun og ætti að uppfæra hana. Svona umsóknir og afgreiðsla eiga að vera rafrænar. Meira að segja forsetisráðherra skilur það ! Ætla að rita forstjóranum línur um þetta mál.
Annars er ég bara búin að vera í afslappelsi og að lesa. En í kvöld er saumó og þá verður nú fjör. Er með smá leyndó að gefa stelpunum og veit að einhverjar þeirra eru að deyja úr forvitni. I love it !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 21:09
Sól og blíða
Er ekki komin tími á smá blogg ? Held það.
Ég hef bara ekki verið í gírnum undanfarið. Eftir þessa fínu reisu á SHA og fáeina góða daga þar á eftir fór bara allt í sama horfið aftur. Dr. Liðmann þurfti að leggjast undir feld. Hann hringdi í dag og nú á ég vísa ferðir á 8 vika fresti á SHA. Nei það er sko ekki leiðinlegt.Ég semsagt fæ góðan mjöður beint í æð og verð sjálfsagt fín á eftir. Ég bíð sko spennt eftir fyrstu ferðinni sem verður innan fárra daga.
Annars var ég á svölunum í dag. Rosalega gott veður, skrilljónstiga svalarhiti og notarlegt að fá sé kaffi úti og lesa bók.
Heilsufar piltana er í góðu lagi og framundan eru ferðir annars vegar á endurkomu á slysó og svo að funda með Dr Bækl. Gríðarlega spennandi.
Ég átti að byrja að vinna sl þriðjudag en komst ekki þar sem liðir voru í verkfalli en ákvað að drífa mig í fyrramálið. Spennandi að byrja á nýjum stað eftir þessa veikindahrinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2008 | 20:34
Engin lognmolla hér. !!
Ég fór á SHA (Sjúkrahús Akraness) fyrir viku síðan og var í tvo daga. Rosalega gott að vera þarna. Frábært starfsfólk og mér hreinlega leið eins og drottningu. DR. Liðmann snérist í kringum mig og sá um að ég fengi allt sem ég þurfti. Ég var svo heppin að ein netkellan á heima á Akranesi og kom í heimsókn og það var sko frábært :) Mér líður betur en á enn töluvert langt í land. Kannski ég sé enn að synda milli Akraness og Garðabæjar en þetta hefst á endanum. Mikill munur að geta beygt fótinn og fara út í göngutúr sem ég geri núna daglega. Hinir liðirnir eru nú svosem að lagast en..... já ég veit þetta kemur allt. Og nú er orkan öll að lagast.
Og já bara svo það sé á hreinu þá er starfsfólkið á SHA alveg frábært og það var semsagt gott að vera á SHA :)
En Dr Bækl hringdi og oboy oboy, hnéð á handboltakappanum mínum er heldur betur í hassi, þegar Dr hafði lesið upp krössbönd í klessu og báða liðþófa og ..... þá sagði ég "heyrðu eigum við ekki bara að ræða þetta þegar við hittumst". Aðgerðir framundan hjá honum.
En piltarnir mínir vilja nú vera alveg vissir um að ég hafi nóg að gera og tvíburarnir fóru í fótbolta eins og þeir reyndar gera flesta daga. Við hjónin ákváðum að skreppa í búð en kíkja á þá fyrst. Þegar við nálgumst Sjálandsskólavöllinn hringdi GSM minn. Á hinum endanum var grátandi piltur sem hafði slasast. Við náðum í hann og ókum heim. Hmm.... ég var viss um að þetta væri svona slysó ferð. Og eftir að verkjalyfin höfðu náð yfir og piltur hafði róast var lagt í hann. Ójú hann var brotinn. Hann hafði semsagt verið tæklaður illa og lent á öxl og var viðbeinsbrotinn. Beinið alveg í sundur og myndaði þetta líka fína V. Einhver sérfræðingur stóð hjá og sagði að það væri sko engin ástæða til að koma í endurkomu. Og þar sem ég er nú ekki að heimsækja slysó í fyrsta sinn þá gat ég sko svarað. Heyrðu góði, hvaða speedyconsales vesen er þetta hér, maður verður að klippa gips og fleira sjálfur sem og taka ákvörðun um að bein hafi gróið eðlilega. Ég bara sætti mig ekki við svona afgreiðslu, drengurinn kemur í endurkomu og hananú !. Hjúkka stóð hjá og hló. Hún lenti síðan í vandræðum með að fá einhvern til að setja pilt í fatla og bauð ég fram krafta mína enda vel vön. Já og þetta var önnur ferðin á slysó í þessum mánuði og sitthvor pilturinn.
Svo var saumaklúbbur sl föstudagskvöld. Alveg brilljant skemmtilegur enda sagðar margar skemmtilegar sögur af MÉR og það af mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2008 | 21:40
Síðustu fréttir
Á sunnudegi fyrir rúmri viku hringdi tengdadóttirinn í mig og sagði mér að sonurinn væri á leið í sjúkrabíl á slysó. Mér brá akkúrat ekkert ! Hún hefði alveg eins getað sagt mér að hann væri að kaupa súrmjólk . En ég vissi að piltur væri í Mýrinni að keppa. Semsagt, hraðaupplaup eitt æsi spennandi, minn maður nær að skora, skellur í gólfið og búmm. Hnéð, það vinstra í þetta skiptið ákvað að skipta sér, senda helminginn til hægri og helminginn til vinstri.
Hann fór því á slysó. Eftir símtal við Miss Bjútí, skellti ég á mig varalit og brunaði á slysó. í afgreiðslunni voru 4 stk starfsmenn sem vissu ekki neitt í sinn haus. Ég sló því á þráðinn til Miss Bjútí sem kom og opnaði fyrir mér svo ég átti greiða leið um ganga slysó. Fann minn pilt sem bar sig þokkalega. Hann fór síðan í myndatöku og loks kom niðurstaða. Æ-i hann er nú ekki brotinn og þetta er eitthvað svona bæklunarlækninsdæmi. Bara farðu heim. Drengurinn var stokkbólginn og hefði átt að fá bólgueyðandi auk þess verkjalyf en nei, enginn lyfseðill í boði.
Ég tók málin í mínar hendur og hafði samband við DR. Bækl í gegnum tölvupóst enda þessi frægi góði dr einn af outlook kontöktum mínum eftir að hægra hné piltsins fór í keppni hér um árið. Það var þá slitið krossband.
Við hittum Dr. Bækl sl mánudag og er piltur á leið í segulómun nk mánudag en Dr. telur að hér sé krossband slitið. Andsk.... og sumarið á næsta leiti. Jæja, þá er bara að taka á því. Ekki satt?
Strákarnir í handboltanum uppnefndu kauða, DR House..... góður...
Svo er það ég....
Ég hringdi í Dr. Liðmann sl mánudag, eftir sterakúrinn sem gekk ekki alveg nógu vel. Og svo fór ég til hans í gær. Dr. Liðmann hringdi svo áðan og nú skal frúin á sjúkrahús. Og nú skal hella mig fulla beint í æð. Ég er sko rík að eiga Dr. Liðmann að. Búin að setja saumadótið niður og er því tilbúin
Nú svo eru pabbi og mamma að flytja svo það er margt að gerast á þeim bæ.
En nóg í bili.... farin að sauma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.4.2008 | 11:02
Úthlutun.
Oftast er gaman að fá eitthvað úthlutað. Oftast er úthlutunin eitthvað gott eða eitthvað sem gerir manni gott.
Ég fékk úthlutaða liðagigt fyrir nokkrum árum. Ok, þá er bara að taka á því og vera ekki með væl og vol. Ég sá fyrir mér að ég yrði svona um 70 ára þegar leiðindin mundu skella á. Ég tæki bara inn mín lyf og þá væri þetta allt í lagi. En ég er náttúrlega alltaf svo bjartsýn. Mér var góðfúslega bent á að ég væri að eldast. Hm ég að eldast ! Halló ég er bara um 30 ára..... eða....hvað... nei eitthvað aðeins eldri en ok má ég samt ekki hlaupa niður stiga og fara í fótbolta. Ja sko.. ekki alveg gott fyrir liðagigtina. úff .... er það nú... ég þrjóskari en andskotinn ekki tilbúin að sætta mig við þetta. Enda áttu lyfin að bjarga mér til sjötugt!
En nei, ég er víst ekki 30 ára og lyfin gera gagn en..... Það sem hefur verið að angra mig er ekkert annað en liðagigt, mín úthlutun. Lyfjaskammturinn stækkaði og ég er að átta mig á aldrinum. Ég ætla samt að verða 130 ára í fullu fjöri er sko alveg ákveðin í því. Það hryggir mig samt þessa dagana að vinstri fóturinn er enn pínu máttlaus og hnéð vill ekki beygja. Hvort okkar er svo þrjóskara ég eða hnéð? Veit ekki, það á eftir að koma í ljós.
En ok, takk fyrir úthlutunina, þú sem öllu ræður. Ég ætla bara að læra að lifa með þessu á þennan mátann eins og hinn. Það kann að þýða margar beytingar fyrir mig en ég ætla samt að sauma og gera allt sem mér dettur í hug nema er vera skyldi að hlaupa niður stiga. En fótbolta..... ja sko ég er búin að prófa að sparka með vinstri og það er sárt !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2008 | 11:08
Dásamlegur miðvikudagur
Hér er eins og venjulega frábært veður. Sólin skellir geyslum sínum á sléttan sjóin og það er gaman að horfa út. Svanirnir eru mættir í fjörunna og vilja fá eitthvað að eta.
Ég hitti Dr. Liðmann í gær. Hann er alveg frábær, einn besti læknir sem ég þekki. Gef honum 100000% meðmæli. Hann setti mig á yfirmátasúperbrilljant lyfjakúr og í morgun var ég örlítið skárri enda hafði ég sofið eins og engill í nótt. Hraut ábyggilega mikið og eins gott að loftið er fast
Ég hætti því í sjúkraþjálfun í bili og sit og sauma og slappa af. Hef reyndar ekki gert annað sl mánuð. En mér er pínu létt og það er gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2008 | 22:43
Uss uss
Þetta er engin framistað hjá mér ónei ekkert bloggað í langan langan tíma. Og ekki láta ykkur detta í hug að ég sé orðlaus ónei. En ég hef bara ekki verið í blogg stuði. Hnéð enn að plaga mig og svei mér þá ef það hefur bara ekki lagt inn uppsögn eða í það minnsta beiðni um fund m.t.t starfsloka.
En nei þetta er bara ekkert fyndið. Heill mánuður í sjúkraþjálfun og enginn árangur, ekki er það gott. En nú hef ég gefist upp á hgl lækni mínum og er á leið til Dr. Liðmanns og ég veit hann bregst mér ekki.
Hér er annars búið að vera nóg að gera. Sauma og sauma og sauma og svo eitt og annað. Ræða við fólk og svo voru saumaklúbbar og já já bara fjör.
En vest þótti mér að komast ekki til London sl fimmtudag vegna verkja og hnés. En minn tími mun koma. Gott að mér voru færðar 3 bækur frá borginni London núna síðdegis, þetta eru að sjálfsögðu útsaumsbækur og nú er ég búin að fletta nokkrum sinnum og á eftir að skoða enn meira....
Reyni að standa mig betur í bloggskrifum á næstu dögum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2008 | 20:45
Saumafrí framundan.
Jæja þá er ég loksins búin með mína plikt þeas búin að vinna uppsagnafestinn og hætt !
En ég fór líka í sjúkaþjálfun sl föstudag og fékk nú ekkert sérstaklega góða skoðun. Ónei. verktaki minn í þessu telur þetta brjósklos og sagði mér að vera stillt. Semsagt saumafrí !
Ég fékk líka vottorð frá Dr um að ég ætti að vera í veikidafríi um óákveðin tíma og vera stillt. Allar netkellurnar mínar segja það sama svo ég verð víst að vera stillt. Framundan er þvílíkt frí að.........Það er sko bannað að skúra og ryksuga og svofrv... líka á bannlista að versla inn. Er þetta sæla eða hvað? Ja allavega sé ég marga kosti við þetta. Það liggja nefnilega margar myndir sem ég þarf að sauma hér á borðinu og er ekki best að sauma þær í kvelli. Ja sko ef ég t.d ætla á sýningu í haust þá verð ég að minnka lagerinn hjá mér
Í dag fór ég samt í Bónus. Karlinn fór með og ég svosem bara ók kerrunni og skipaði fyrir. En ég var ósköp þreytt á eftir. Hafði hinsvegar ekki farið að versla í einar 3 vikur svo ég var farin að óttast að Bónusfeðgar stæðu hallandi fæti. Allavega var þvi reddað í dag.
Best að sauma smá...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2008 | 17:52
Miðvikudagur ... er vor í lofti ?
Veðrið var flott í gær sem og í dag. Sjórinn spegilsléttur og fuglar á hraðri siglingu á sjónum. Krumminn alltaf að kíkja á svalirnar hjá öllum hér. Sennilega í leit að æti. Mér finnst alltaf gaman að horfa á Krumma.
En bæði dagurinn í gær og í dag voru erfiðir. Ég er enn að drepast í fætinum. Taugin alveg farin á því. Þótt ég sé skárri þá er ég samt pínu verri. En var ekkert búin að heyra í sjúkraþjálfarinum. OO ferlegt. En ákvað að hringja í ritarann í dag þegar hún hefði fengið sér hádegisverð og hringdi því um kl 13 :15. Kynnti mig kurteislega og sagði henni að hún hefði nú stjörnumerkt mig á mánudaginn í sl viku og ég vissi svosem að ég hefði ekki fengið Óskarinn en langaði rosalega til að komast að. Hún fór að hlægja og sagði... já nú veit ég hver þú ert.. nema hvað stjarnan sjálf. Og viti menn ég fékk tíma ! YES .. byrja á föstudaginn og mikið er ég fegin. Það er ekki sama hvort maður er Jón eða séra Jón, stjarna eða ekki stjarna. Ég á samt ekki von á rauðum dregli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2008 | 17:45
Hvers vegna.. ?
Æi hvers vegna verðum við reið? Það fauk í mig í gær og ég svosem sagði ekkert við hlutaðeigandi en hefði átt að gera það. Góðmenni ? Veit ekki. En ég varð reið og það bullaði á mér.
Eftir töluverða umhugsun ákvað ég að hvæsa og blása en skriflega þó og pent. Málið afgreitt. Ja eða hvað? Nei sennilega var málið óafgreitt og ég eyddi tíma í reiðina. En svo settist ég við skrifborðið mitt og við mér blasti útsaumurinn minn og þá fauk reiðinn. En eftir situr ... af hverju komumst við í það hugarástand að verða reið.? Eru reiðigenin mismunandi ? Ég t.d verð ekkert oft reið. Bara er ekkert að eyða tímanum í það !
Þetta er semsagt tuðfærsla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)