Leita í fréttum mbl.is

Sól og blíða

Er ekki komin tími á smá blogg ? Held það.

Ég hef bara ekki verið í gírnum undanfarið. Eftir þessa fínu reisu á SHA og fáeina góða daga þar á eftir fór bara allt í sama horfið aftur. Dr. Liðmann þurfti að leggjast undir feld. Hann hringdi í dag og nú á ég vísa ferðir á 8 vika fresti á SHA. Nei það er sko ekki leiðinlegt.Ég semsagt fæ góðan mjöður beint í æð og verð sjálfsagt fín á eftir. Ég bíð sko spennt eftir fyrstu ferðinni sem verður innan fárra daga.

Annars var ég á svölunum í dag. Rosalega gott veður, skrilljónstiga svalarhiti og notarlegt að fá sé kaffi úti og lesa bók.

Heilsufar piltana er í góðu lagi og framundan eru ferðir annars vegar á endurkomu á slysó og svo að funda með Dr Bækl. Gríðarlega spennandi.

Ég átti að byrja að vinna sl þriðjudag en komst ekki þar sem liðir voru í verkfalli en ákvað að drífa mig í fyrramálið. Spennandi að byrja á nýjum stað eftir þessa veikindahrinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

gangi þér vel   

Laugheiður Gunnarsdóttir, 2.5.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Unnur Guðrún

Farðu vel með þig stelpa

Unnur Guðrún , 2.5.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Er búferlaflutningur upp á Akranes í spilunum?

 Láttu þér batna vinkona, gott ef hann Guðmundur Eyjólfsson afi minn hefur ekki verið að senda þér orku að handan.  Hann jú veit hvað er að vera með bilaða liði í ganglimum.

  Knús á þig.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.5.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Já takk allar, ég lofa að fara vel með mig.

Nei ég flyt ekki á Akranes ekkert mál að skella sér í smá bíltúr og fá lækningu í leiðinni.

Kristín Magnúsdóttir, 3.5.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband