Leita í fréttum mbl.is

Úthlutun.

Oftast er gaman að fá eitthvað úthlutað. Oftast er úthlutunin eitthvað gott eða eitthvað sem gerir manni gott.

Ég fékk úthlutaða liðagigt fyrir nokkrum árum. Ok, þá er bara að taka á því og vera ekki með væl og vol. Ég sá fyrir mér að ég yrði svona um 70 ára þegar leiðindin mundu skella á. Ég tæki bara inn mín lyf og þá væri þetta allt í lagi. En ég er náttúrlega alltaf svo bjartsýn. Mér var góðfúslega bent á að ég væri að eldast. Hm ég að eldast ! Halló ég er bara um 30 ára..... eða....hvað... nei eitthvað aðeins eldri en ok má ég samt ekki hlaupa niður stiga og fara í fótbolta. Ja sko.. ekki alveg gott fyrir liðagigtina. úff .... er það nú... ég þrjóskari en andskotinn ekki tilbúin að sætta mig við þetta. Enda áttu lyfin að bjarga mér til sjötugt!

En nei, ég er víst ekki 30 ára og lyfin gera gagn en..... Það sem hefur verið að angra mig er ekkert annað en liðagigt, mín úthlutun. Lyfjaskammturinn stækkaði og ég er að átta mig á aldrinum. Ég ætla samt að verða 130 ára í fullu fjöri er sko alveg ákveðin í því. Það hryggir mig samt þessa dagana að vinstri fóturinn er enn pínu máttlaus og hnéð vill ekki beygja. Hvort okkar er svo þrjóskara ég eða hnéð? Veit ekki, það á eftir að koma í ljós.

En ok, takk fyrir úthlutunina, þú sem öllu ræður. Ég ætla bara að læra að lifa með þessu á þennan mátann eins og hinn. Það kann að þýða margar beytingar fyrir mig en ég ætla samt að sauma og gera allt sem mér dettur í hug nema er vera skyldi að hlaupa niður stiga. En fótbolta..... ja sko ég er búin að prófa að sparka með vinstri og það er sárt !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Áfram Stína ekki missa móðin þú finnur eitthvað upp til að geta saumað fram til 100 ára ef ég þekki þig rétt

Laugheiður Gunnarsdóttir, 5.4.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Unnur Guðrún

  þetta er nú besti aldurinn. Sérðu bara hvað ég er flínk á þessari bleiku mynd. :)

Unnur Guðrún , 7.4.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Váv 130 ár!  Heyrðu þú mætir þá í mína "útskrift í Sumarlandið", og mans að taka hressilega undir þegar Eyjalögin okkar eru sungin.

  Skrifa þig í bókina mína, og nú látum við skankinn hressast.

  kærar batakveðjur til þín vinkona.

Sigríður Sigurðardóttir, 11.4.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Takk Sigga mín

Ég hef sko alveg nóg að sauma þótt ég verið 190 ára. Ég næ nú sennilega ekki þeim aldri hérna megin. En hinum megin, ja maður veit aldrei.

Kristín Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband