Leita í fréttum mbl.is

1 maí

Fengum heimsókn í gær frá Samfylkingunni tvær ágætis þingkonur. Ég er náttúrlega í stjórnarandstöðu við þær og langt frá því sammála þeim í mörgum málum.

Hvers vegna í ósköpunum á að greiða námsbækur fyrir framhaldsskóla? Jú jú víst er það dýrt veit nokk um það enda einn sonurinn í framhaldsskóla. En væri ekki betra að byrja á byrjuninni ? Veit líka að sumir hafa ekki efni á því en tel að það sé ekki stór hópur.

Hvað með námsbækur s.s stílabækur, möppur og fleira fyrir grunnskólann? Og allt hitt sem þarf að kaupa. Veit vel að þarna eru sveitarfélögin að verki EN það má setja peninga frá hægri til vinstri svo þetta gengur alveg upp. Hvað með að greiða niður eða greiða alveg heitan mat í skólnum fyrir grunnskólann og byrja þar að kenna börnunum að forðast hammara, gos og sætindi. Þarna er fólk sem hreinlega getur ekki greitt sumt af þessu fyrir börnin sín.

Mér finnst líka allt í lagi að það sé nægt framboð á framhaldsskólaplássi áður en háskólar koma í öll horn landsins. Svo ég er langt frá því sammála þeim stöllum.

Annars er ég ekki mikið að velta fyrir mér pólitík þessa dagna er ekkert í vandræðum með mitt atkvæði. En það er juróvision sem ég er að velta fyrir mér og nú eru 11 dagar í juróvision Whistling og ég er búin að finna nokkur góð lög enda hlusta ég mörgum sinnum á dag á öll lögin. Ja ok ég viðurkenni ekki alveg öll. Sum eru þannig að eyrun á mér þola ekki að hlusta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur Guðrún

sæl vinkona, ég er alveg sammála þér í skólamálum. Grunnskólinn er skylda og á að vera frír en það er töluvert sem foreldrar þurfa að borga af gögnum sem krafist er börnin noti. Og heitur matur en nú kominn í nokkra skóla en af hverju ekki alla. það fer víst eftir sveitarfélögum. Og áfram ..júróvision".

Unnur Guðrún , 7.5.2007 kl. 10:00

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Ja sko flestir skólar hér á höfuðb.svæðinu hafa heitan mat. Veit ekki hvernig þetta er þarna í Noregi. En vissulega er margt sem má betur fara. En góðir hlutir gerast hægt

Kristín Magnúsdóttir, 7.5.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband