20.7.2007 | 22:47
Bónusferðin
Fór í Bónus í dag. Í sjálfu sér er það nú ekkert merkilegt en mér finnst að fólk sem afgreiðir á kassa hér á Íslandi eigi að geta sagt "góðan dag" "viltu poka" "tíuþúsundþrjúhundruðogfimmtu" "gjörðu svo vel" og þá á Íslensku.
En því var ekki að skipta í Bónus í Hafnarfirði í dag. Eins gott að ég kann ensku og gat svarað á ensku. Æ-i Bónus piltar kennið nú fólkinu okkar ylhýra mál þetta bara gengur ekki svona.
Mér finnst í góðu lagi að fá erlent vinnuafl eða bara útlendinga til að setjast að hér en mér finnst það algjör skylda að fólkið getið tjáð sig. Ja allavega ef það ætlar að vinna svona starf.
~~~~~~~~~~~ 0000 ~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
En það er komin helgi. Og mikið er ég fegin. Mér finnst þetta hafa verið erfið vika.
Nú ætla ég að slappa vel af og skipuleggja næstu mánuði. Ójá svo gaman að gera slíkt.
Athugasemdir
Fyndið hvað fólk tekur þessu máli misjafnlega. Alveg er mér sama hvort unga fólkið talar útlensku eða ekki í Bónus því ég veit að ef það ílengist þá lærir það okkar ástkæra ylhýra mál. Ég var einmitt í Bónus i Hafnarfirði líka í dag og þekkti aftur útlenska stúlku við kassann hún talaði íslensku núna en ensku síðast þegar ég kom. Bónus hlýtur að bjóða ókeypis íslenskukennslu og vonandi á vinnutíma annað er ófært.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 20.7.2007 kl. 23:23
Já vonandi fá þau öll íslenskukennslu í boði fyrirtækisins og það á vinnutíma.
Fyrir mig er þetta ekkert mál enda enska töluð á heimilinu á hverjum degi en þannig er það ekki hjá eldra fólkinu sem var að versla á átti í mesta basli við að skilja kassadömurnar.
En mér verður hugsað til landa okkar sem búa á erlendri grundu þeir þurfa að tala málið og setja sig inní lífið í því landi sem þau búa í. Mér finnst rétt að við sýnum fólki sem hingað kemur og vill búa þá virðingu að hjálpa þeim yfir þröskuldinn og kenna þau svo þau verði ekki misskilin.
En gaman að fá þessa athugasemd. Takk fyrir það
Kristín Magnúsdóttir, 21.7.2007 kl. 09:58
sammála ofangreindu máli,var að kaupa í Hagkaup á Akureyir og erlend stúlka afgreiddi mig en ekki hefur henni verið kennd grunn íslenska ,finnst illa gert að láta hana afgreiða og skilja hvorki ensku né íslensku,en hún gerði sitt besta þó svo að ég fékk bara 2 bita af fiski í stað 2 skamta af fiski og grjónum .
Laugheiður Gunnarsdóttir, 24.7.2007 kl. 14:11
já þessu er ég alveg á sama máli og þið hérna að ofan. Við eigum einstakt tungumál sem, þrátt fyrir miklar innrásir og hryðjuverk hefur staðið sig með sóma. Og er það skilda okkar að sjá til þess að þeir sem vilja búa í landinu okkar eiga rétt á ókeypis kennslu í að tala, skrifa og lesa góða íslensku. Allavega að gera sig vel skiljanlega.
Unnur Guðrún , 25.7.2007 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.