7.9.2007 | 14:51
Föstudagur loksins
Ég gleymdi að blogga og svo mundi ég það en gleymdi því aftur.
Mikið búið að vera að gera og of langt að skrifa það hér.
En í dag er föstudagur og helgi framundan. Gott. Skóli á morgun. já ég er semagt komin í skóla í HR í viðurkennda bókara námið og það er alveg ofsalega gaman. En mikið að gera.
Við fengum t.d fyrirlestur í skólanum um námstækni. Afskaplega skemmtilegt. Námsráðgjafinn lagði áherslu á að námið væri mjög krefjandi og við yrðum sennilega að hækka skítastuðul heimilisins. Og þar sem nú er komin föstudagur og vikan verið erfið og auk þess er ég að vinna yfirvinnu 3 -4 daga í viku þá er það á hreinu að skítastuðullinn hefur eitthavð breyst. ja allavega er þörf á að gera eitthvað í málinu. Svo ég hef staðið mig vel í þessu fagi.
Hef verið í veseni með helv... heyrnartækið og fór þar af leiðandi í Kringlunna þar sem minn sérfræðingur í þessum fræðum er til húsa. Ég skrapp inní verslunina Betra líf og keypti mér Búdda styttu. Minn fyrsti Búdda komin. OOO hann er svo sætur svona lítill, bumbu mikill, sköllóttur, brosandi og gefur frá sér góða áru. Spurning hvort ég ætti að ganga með hann á mér?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.