17.9.2007 | 15:07
Mánudagur
Fór í það leiðinlegasta vinnustaðapartý sem um getur í Íslandssögunni sl laugardag. Nei það var ekki ´"mín vinna" heldur vinnustaður eiginmannsins. Uss þetta fólk kann bara ekkert að skipuleggja svona skemmtun og hvað þá skemmta sér. En ég veit það geta ekki allir verið svona skemmtilegir !
Við fórum snemma og fórum svo út að borða. Maturinn var svona la la en þetta var samt gaman. Við erum náttúrlega svo skemmtileg saman . Alveg satt.
Hitti eyjaskeggja sem hafði farið á árgangsmótið sem ég komst ekki á (vil ekki fara á ). Fékk að vita dittin og datten um fólk. Veit svosem ekkert hvaða fólk þetta er en hvað um það. Skil ekki alveg þessa þörf hjá fólki en mér finnst markaðssetninging frábær. Sko þetta eru fleiri þúsund manns í það heila. Allt eru þetta árgangar og allir halda árgangsmót og hafa gaman og allir fara til Eyja og aftur og aftur. Fólkið notar þjónustu og jaríjaríjarí og vola markaðssetning góð. Sniðugt fólk .
Ég er komin í prófgírinn. Leggst í próf um kl 15 á morgun og fram á miðvikudagskvöld þá ætla ég að vera búin með verkefnið. Svo er hitt prófið á mánudaginn. Rosa gaman.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.