Leita í fréttum mbl.is

Spennufall framundan

Æ i já það er spennufall hjá mér.

Er búin að vera í starfsviðtölum undanfarið og t.d 2 viðtöl í fyrradag. Alltaf gaman eða þannig. Fór svo í samningaviðræðum um laun og fékk góða niðurstöðu. Eftir erfiði á gamla vinnustaðnum sem ég er reyndar ekki laus við fyrr en 29/2 þá er bara spennufall. Nú er að pússla saman febrúar svo allt gangi upp.

Annars...

Var saumaklúbbur í gærkvöldi. Alveg rosalega gaman. Við hreinsuðum lungun töluvert þeas hlóum mikið og kjöftuðum mikið. Og saumuðum ójá slóum í gegn. Sumar saumuðu reyndar afturábak en aðrar áfram !  Við erum spennar fyrir ferðinni sem er 1 feb næsta föstudag. Kokkurinn byrjaður að huga að aðalmáltíðinni og ég að vinna í innkaupalistanum. Má líka gera ráð fyrir einhverju auka. Hver veit nema við verðum veðurtepptar. Það væri nú sögulegt. En kvöldið fyrir ferðinni ætlum  við nokkar saman á námskeið og býðum spennar eftir fyrirlestri Sr Jónu Hrönn ; Sjálfsmynd kvenna í ljósi Jesú frá Nasaret. Já þetta hlýtur að slá í gegn enda Jóna Hrönn þekkt fyrir skemmtilega fyrirlestra.  Nú við sem förum á þetta getum svo endurflutt þetta með tilþrifum í bústaðnum.

 

Gott veður annars í dag. I love it !! Minnir mig á Sigló árin, snjór endalaust og skafrenningur og fjör bara gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bara skil ekki hvernig þú getur verið hrifinn af snjónum!! 

heyrumst

Ágústa (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Ja það er bara rómó þegar það snjóar, allt svo hreint og fallegt .

Kristín Magnúsdóttir, 26.1.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

kvitt og heils

Laugheiður Gunnarsdóttir, 26.1.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband