26.5.2008 | 20:44
Er ekki komin.......
tími á smá blogg ? jú svei mér þá ég held það. Hef ekki verið uppá mitt besta undanfarið og hef reyndar bara aldrei verið svona slæm eins og síðustu 5 daga. Uss hvað þetta er leiðinlegt. Ekkert getað saumað. En þetta er sko vikan mín fer uppá Akranes á fimmtudag og hlakka ógurlega til. Það er engu líkara en að ég sé að fara í skemmtiferð en ekki til að fá hið nýja lyf í æð. En svona er maður nú bara orðin.
Ég er annars rosalega heppin. Þegar maður dettur í svona veikidavesen þá skiptir miklu máli að eiga góða að. Og þar er ég sko rík. Ég á einhvað um skrilljón vinkonur og það er engu líkara en þær hafi sett upp net sín á milli að hafa samband við mig, hringja, sms-a, senda tölvupóst eða heimsækja mig. Og þess vegna leiðist mér aldrei, kann það reyndar ekki það hefur alltaf verið svo mikið að gera hjá mér í gegnum tíðina og því hef ég bara gleymt að læra það
En svo var eurovision vika í síðustu viku og mikið var nú fjörið hjá mér. Græjurnar í botni frá morgni til kvölds. Skemmtileg keppni í ár og mjög mörg sterk og góð lög. Ég var virkilega ánægð með OKKAR fólk. Þau komust auvitað áfram á bleika litnum og stóðu sig með príði.
Öll lögin eru auðvitað á ipodnum mínum og ég hlusta vel og lengi dag hvern. Á mörg uppáhaldslög úr þessari keppni.
En nóg í bili, þarf að fletta útsaumsblöðum þar sem ég get ekki saumað.
Athugasemdir
taktu það rólega ,það koma góðir kaflar og þá saumar þú upp allt sem bíður ,góða ferð á skagan ég fer þangað 6júní með Bryndísi minni á sundmót.
Laugheiður Gunnarsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:00
Góða ferð á Skagann, vinkona. Nú spái ég "súper-bata" þér til handa.
Kær kveðja S.
Sigríður Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 21:09
Já fyrsta ferðin gekk vel. Næsta ferð er svo 12 júní og hlakka ég til. Þá fyrst er hægt að finna fyrir bata. Dr. Liðmann er auðvitað súper góður við mig. Hann er langlanglang bestur
Takk báðar fyrir kveðjur og innlit.
Kristín Magnúsdóttir, 1.6.2008 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.