3.12.2008 | 10:14
Uppfærsla..
Og hvað hefur svo gerst síðan síðast? .... úpps það er bara svo ofsalega mikið.
Ég er búin að fara einar 8 ferðir á SHA frá því seinni partin í apríl og líkar vistin bara vel. Er með "private nurse" og alles og er svona að skríða saman. Tel það mikil forréttindi að geta smurt brauð og skorið ost. Eftir sprautur í hnésbót núna í október tókst mér að klæða mig í sokka og það alveg sjálf. Svei mér þá ef sjálfstæðið er bara ekki mætt í öllu sínu veldi. Minn elskulegi eiginmaður benti mér á að ég væri nú ekki ríki þótt ég væri sjálfstæð.
Nú þegar bankarnir hrundu tók vísifingur á vinstri hönd uppá því að festast krepptur. Já það var víst einhver heimskreppa sem birtist. Og eftir töluvert basl við fingurinn ákvað hann að rétta úr sér og neitar svo að beyja sig. Spruning hvort þetta er einhver spádómur um kreppuna sem við erum í hér.
Magnús og Hrefna trúlofuðu sig. ójá litlu börnin mín gengin út. En þau koma nú reglulega og kíkja í ísskápin og koma með þvott. Bara skemmtilegt. En allt gengur vel hjá þeim.
Og strákarnir mínir já já þeir eru hressir hafa tekið virkan þátt í heimilisstörfum og víst er að þeir verða flottir í framtíðinni sannkallaðir snyrtipinnar.
En nú verð ég að spretta úr spori og sauma...
Athugasemdir
Gaman að heyra frá þér aftur, og óska ég þér góðs bata. Og svona til öryggis ef ég gleym að setja þetta inn á morgun þá...
Unnur Guðrún , 3.12.2008 kl. 12:19
Frábært að sjá línur frá þér. Þú ert svo skemmtilegur penni og skemmtileg kona :-). Sól og blíða á ekki alveg við þessa dagana svo það er gott á sjá nýja færslu. Gangi þér vel gæskan hehe. Heyrumst vonandi fljótlega, er karlalaus þessa dagana þar sem sá elsti er í Kanada (Kiddi).
Steinunn Einarsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:37
Alltaf sól og blíða hér í Garðabæ.
Takk USS
Kristín Magnúsdóttir, 3.12.2008 kl. 19:55
já til hamingju með daginn og vonandi færðu góðan bata gaman að sjá þig skrifa aftur á blogginu
Laugheiður Gunnarsdóttir, 3.12.2008 kl. 21:33
Til lukku, til lukku! Húúún er "BRÁÐUNG" hún Stína, hún á afmæli í dag! HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA!
Gott að fá þig í bloggið aftur. Byrjuð að "hita kaffið".
Sigríður Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 07:53
Takk allar...
Sigga mín hafðu kaffið heitt. Hlakka til að sjá þig
Kristín Magnúsdóttir, 4.12.2008 kl. 10:47
Unnur Guðrún , 4.12.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.