Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisbaráttan mín.

Árið 2008 var mér erfitt og stundum hreinlega fannst mér ég hafa tapað sjálfsæðinu. Við erum svo vön að "bara gera hlutina" án þess að hugsa um hversu gott við eigum að geta gert þetta og hitt. Að lenda svo í svona stórum þröskuldi eins og ég er í er bara andskoti erfitt og það að þurfa að biðja einhvern um að gera fyrir mann hluti sem eru svo sjálfsagðir er rosalega erfitt.

Ég þessi sjálfstæða vera á bara enn erfitt með að biðja um hjálp. Ég svona reyni að dröslast í gegnum þetta en verð að viðurkenna að í nokkur skipti stóð ég frammi fyrir því að verða að viðurkenna að ég var eins og strákurinn sem átti Búkollu að þurfti aðstoð og þá þurfti ég að taka hár úr halanum og segja baulaðu nú Búkolla mín ef þú heyrir og já biðja um hjálp.

Enn er ég í þessari stöðu að þurfa að biðja um hjálp og er örlítið skárri í þessu en í fyrra. Eitt af mínum áramótaheitum er að reyna og ég meina REYNA að skilja að ég er ekki súpermann og ég bara verð að lifa með þessari liðagigt og ganga á jafnvægisslá og stundum bara missa jafnvægið. En og já en.... sko ég GET þetta.

Veit að þetta ár verður betra og Dr Liðmann gerir allt sem hann getur fyrir mig og í lok árs get ég vonandi dansað :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

þú getur þetta Sína mín þolinmæði og aðlögun er víst það sem þarf og vonadi getur doktor liðmann hjálpað til,gangi þér vel.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 2.1.2009 kl. 16:18

2 Smámynd: Unnur Guðrún

Árið 2009 hefur töluna 1 sem merkir ný byrjun og bið ég þess að það verði góð byrjun fyrir þig.

Unnur Guðrún , 3.1.2009 kl. 11:40

3 identicon

Gleðilegt ár Kristín til þín og þinna

Baráttukveðjur

Unnur Ósk

Unnur Ósk (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:01

4 identicon

Gleðilegt ár snúllan mín. Heyrði auglýsinguna fra Pfaff áðan og brosti út að eyrum. Afhverju? jú mér datt þú í hug og góða kaffið þitt. Knús til þín og baráttukveðjur.

Steinunn Rósa (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 18:47

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Spái því að Doktor Liðmann fái hugljómun, og reddi þér aftur í saumaskap, dans og gleði.  Hittumst svo bara dansandi kátar á næsta jólaballi.....en ég "nottla" að bresta á í kaffi fyrst.

Sigríður Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 09:07

6 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Hmm í pósthólfið mitt komu margir póstar frá aðilum sem töldu mig þunglynda af þessu öllu. Nei ég er í góðu lagi en finnst svolítið fyndið að vera í sjálfstæðisbaráttu og karlinn minn segir stundum að ég sé ekki sjálfstætt ríki.

Kristín Magnúsdóttir, 13.1.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband