28.2.2009 | 17:55
Laugardagur til lukku
Skrapp með einni vinkonu minni í Garðheima í dag. Það á að ferma hjá henni og ég er svona þeirrar skoðunar að hún hafi þurft á mér að halda. Allavega skoðaði ég svo mikið og kom við alla hluti að fólk hefur örugglega talið að hjá mér yrði fermt í ár. En það eru sko tvö ár í það en alltaf gott að vera vel undirbúin. Eða það held ég og er farin að skrá hjá mér ýmislegt.
Í gær fékk ég svo endanlega nýju græjurnar. Nei elskurnar mínar ekki steríógræjur nei nei sko nýtt heyrnartæki .. jú kannski má segja að þetta séu steriógræjur. Mér fannst alveg dúndur þegar ég fékk gamla tækið og eru bara 5 ár síðan en þetta er alveg yfirmátasúperbrilljant tæki. Ég heyri grasið gróa og já það er farið að taka við sér sumstaðar.´
Sl fimmtudag var ég svo á Akranesi. Fékk stærri skammt sem vonandi endist mér betur og auk þess áttum við Dr. Liðmann gott samtal í tæpan klukkutíma. Hann er alveg súper. Svo hitti ég forstjórann og kyssti hann hundrað sinnum en við erum gamlir vinnufélagar. Held að konana hans hafi örugglega fundið bleikan varalit bak við eyrun á karlinum um kvöldið
Framundan er annars skemmtileg vika. Er að fara með netkellunum mínum í boð á þriðjudaginn auk þess er margt annað í boði sumt kemur örugglega á óvart.
Athugasemdir
já ég þurfti á þér að halda í dag, takk kærlega fyrir hjálpina, stuðninginn og allar hugmyndirnar!!!
kv. Ágústa
Ágústa (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 20:10
Til lukku með nýja tækið...heldurðu að þú heyrir ekki "vorið" koma svona frekar snemma í ár, vinkona? Sumir orðnir svolítið þreyttir á þessu "hvíta"...nefni enginn nöfn en fyrsti stafurinn er "Sigga".
Er forstjórafrúin nokkuð búin að bjalla í þig út af "bleika varalitnum"...svona til að fá staðfestingu að "bakviðeyrað-kossinn" hafi verið allt og sumt? Vonandi fara liðirnir þínir að verða vel smurðir og hreyfanlegir, svo þú náir einum 10 meistarasykkjum í saumaskap þetta árið.
Sigríður Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 18:04
Hmm þetta hvíta er andsk... kalt og blautt og ég er gjörsamlega á móti því. En ég lét lækka í tækinu svona meðan þetta hvíta er .
ja ætli frúin sé ekki að þvo ........
Veistu Sigga ég er bara að nálgast 10 stk markið....... ofsalega dugleg
Kristín Magnúsdóttir, 3.3.2009 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.