2.4.2008 | 11:08
Dásamlegur miðvikudagur
Hér er eins og venjulega frábært veður. Sólin skellir geyslum sínum á sléttan sjóin og það er gaman að horfa út. Svanirnir eru mættir í fjörunna og vilja fá eitthvað að eta.
Ég hitti Dr. Liðmann í gær. Hann er alveg frábær, einn besti læknir sem ég þekki. Gef honum 100000% meðmæli. Hann setti mig á yfirmátasúperbrilljant lyfjakúr og í morgun var ég örlítið skárri enda hafði ég sofið eins og engill í nótt. Hraut ábyggilega mikið og eins gott að loftið er fast
Ég hætti því í sjúkraþjálfun í bili og sit og sauma og slappa af. Hef reyndar ekki gert annað sl mánuð. En mér er pínu létt og það er gott.
Athugasemdir
alltaf jafn gott veður hjá þér vinkona og saumaskapurinn enn ekki farin í frí hum átti ekki að slaka á öxlunum góða mín
Laugheiður Gunnarsdóttir, 3.4.2008 kl. 22:49
Ja sko maður saumar ekki með öxlunum jú jú ég er annars í hvíld. en það er svo afslappandi að sauma.
Kristín Magnúsdóttir, 5.4.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.