Leita í fréttum mbl.is

Engin lognmolla hér. !!

Ég fór á SHA (Sjúkrahús Akraness) fyrir viku síðan og var í tvo daga. Rosalega gott að vera þarna. Frábært starfsfólk og mér hreinlega leið eins og drottningu. DR. Liðmann snérist í kringum mig og sá um að ég fengi allt sem ég þurfti. Ég var svo heppin að ein netkellan á heima á Akranesi og kom í heimsókn og það var sko frábært :) Mér líður betur en á enn töluvert langt í land. Kannski ég sé enn að synda milli Akraness og Garðabæjar Wink en þetta hefst á endanum. Mikill munur að geta beygt fótinn og fara út í göngutúr sem ég geri núna daglega. Hinir liðirnir eru nú svosem að lagast en..... já ég veit þetta kemur allt. Og nú er orkan öll að lagast.

Og já bara svo það sé á hreinu þá er starfsfólkið á SHA alveg frábært og það var semsagt gott að vera á SHA :)

En Dr Bækl hringdi og oboy oboy, hnéð á handboltakappanum mínum er heldur betur í hassi, þegar Dr hafði lesið upp krössbönd í klessu og báða liðþófa og ..... þá sagði ég "heyrðu eigum við ekki bara að ræða þetta þegar við hittumst". Aðgerðir framundan hjá honum.

En piltarnir mínir vilja nú vera alveg vissir um að ég hafi nóg að gera og tvíburarnir fóru í fótbolta eins og þeir reyndar gera flesta daga. Við hjónin ákváðum að skreppa í búð en kíkja á þá fyrst. Þegar við nálgumst Sjálandsskólavöllinn hringdi GSM minn. Á hinum endanum var grátandi piltur sem hafði slasast. Við náðum í hann og ókum heim. Hmm.... ég var viss um að þetta væri svona slysó ferð. Og eftir að verkjalyfin höfðu náð yfir og piltur hafði róast var lagt í hann. Ójú hann var brotinn. Hann hafði semsagt verið tæklaður illa og lent á öxl og var viðbeinsbrotinn. Beinið alveg í sundur og myndaði þetta líka fína V. Einhver sérfræðingur stóð hjá og sagði að það væri sko engin ástæða til að koma í endurkomu. Og þar sem ég er nú ekki að heimsækja slysó í fyrsta sinn þá gat ég sko svarað. Heyrðu góði, hvaða speedyconsales vesen er þetta hér, maður verður að klippa gips og fleira sjálfur sem og taka ákvörðun um að bein hafi gróið eðlilega. Ég bara sætti mig ekki við svona afgreiðslu, drengurinn kemur í endurkomu og hananú !. Hjúkka stóð hjá og hló. Hún lenti síðan í vandræðum með að fá einhvern til að setja pilt í fatla og bauð ég fram krafta mína enda vel vön. Já og þetta var önnur ferðin á slysó í þessum mánuði og sitthvor pilturinn.

Svo var saumaklúbbur sl föstudagskvöld. Alveg brilljant skemmtilegur enda sagðar margar skemmtilegar sögur af MÉR Tounge og það af mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

þetta er fullt starf að fara á slysó hjá þér

Laugheiður Gunnarsdóttir, 28.4.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hmmm... vinkona, hef heyrt því fleygt að það sé hægt að vera í "áskrift" á slysó.  Er það kannski eitthvað fyrir þig og strákana?

  Nei, grínlaust, þá er þetta með ólíkindum.  Er eitthvað duló í "andrúmsloftinu" þarna í Garðabænum?  Vona svo sannarlega að þessari veikinda-og slysaöldu sé lokið hjá þér og þinni stórfamilíu, svo þið njótið sumarsins í botn.

  Og heyrðu, hvert eru Dóra og Maggi að flytja?  Ég bið kærlega að heilsa þeim.

  Sólarkveðjur og knús á þig, Stína mín.

Sigríður Sigurðardóttir, 28.4.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Ég er ekkert að skrá mig í áskrift. Einn veturinn frá okt fram í maí fór ég 11 ferðir bara með Magga og lifði þetta af.

En ég og Dr Liðmann áttum samtal í dag þar sem mér versnaði. Veit að hann reddar mér hann er alveg frábær.

Pabbi og mamma fluttu milli húsa í Mosó í alveg æðislega íbúð.Skila kveðju. Sjáumst svo fljótt Sigga mín.

Kristín Magnúsdóttir, 28.4.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband