Leita í fréttum mbl.is

Baráttan við tvíburahúfuna.

Já það er ekki öll vitleysan eins.

Hendurnar á mér hafa verið í algjöru verkfalli, bólgnar og púkó sökum liðagigtarinnar og ég ekkert getað gert. Ekki einu sinni hysjað upp um mig buxurnar án aðstoðar. Það er ferlegt að ganga í gegnum þetta fyrir mig svona sjálfstæða konu sem gerir allt sjálf og getur endalaust haldið áfram. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Karlinn hefur klætt mig í tvíburahúfuna á morgnanna áður en hann fer til vinnu og ég náð að teikna upp þvílíka tækni með að koma mér í buxur. Eftir morgunlúrinn í morgun ákvað ég að best væri nú að skella sér í sturtu og þvo mér hárið. En helv.... tvíburahúfan hún var til vandræða. Eftir að hafa rembst eins og rjúpan við staurinn í einar 5 mínútur sá ég að þetta hreinlega gengi ekki. Var þá búin að aflaga húfuskömmina nokkuð og þurfti því aðrar 5 mínútur í að laga hana. Gat ómögulega farið í sturtu í henni svo ég bara sleppti því. Klæddi mig og setti upp andlitið og fékk mér svo kaffi. Hugleiddi um stund hvort ég hefði etv slegið Mr Bean út af kortinu með þessari tvíburahúfureynslu. Svei mér þá ég held það.

En svona er að vera með gigt maður þarf greinilega stundum að bíta í það súra epli að einfaldir hlutir verða flóknir. En það má alltaf hlægja að þessu, ekki spurning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og sæl sæta. Kjallarinn er allur að koma til hjá mér svo ég vona að það styttist í kaffihitting hjá okkur. Dj. er ég farin að sakna þín kona. En ekki er ég hissa á því hvernig gigtin er að gera þig vitlausa. Menn og konur þurfa jú að slaka aðeins á til að halda heilsu. Allavega sagði kona mér það í Kópavoginum minnir að fyrsti stafurinn í nafninu hennar sé Kristín og svei mér ef Magnúsdóttir hafi ekki verið hinn stafurinn. Sjáumst og farðu vel með þig. Knús og kossar úr Vorsabænum.

Steinunn (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 18:48

2 Smámynd: Unnur Guðrún

Farðu vel með þig dúllan mín. Ég veit að það er erfitt þig að vera aðgerðarlaus, og ef ég þekki þig rétt finnur þú eitthvað að gera þrátt fyrir verki og bólgur í öllum kroppnum. Þannig ert þú bara og hefur alltaf verið.   







Unnur Guðrún , 14.5.2008 kl. 06:48

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  "Tvíburahúfa"?  Nú verður þú að útskýra, vinkona. 

  Rosalega er gigtarfjandinn að pína þig, Stína mín.  Vona svo sannarlega að þessu taki að linna.  Þarft að fara að komast út í sól, og spretta úr spori......svona "saumalega" séð.

  Veit þú lætur ekki deigan síga, vinkona.

  Baráttukveðjur til þín frá mér.

Sigríður Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Já gigtarfjandinn er alveg að gera mig gráhærða. En Dr. Liðmann er mér góður og er ég að bíða eftir nýja lyfinu. Fékk sprautu sl þriðjudag og er örlitið skárri en sprautan veitir stundarfrið.

Tvíburahúfa = brjóstarhaldari

Kristín Magnúsdóttir, 15.5.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband