Leita í fréttum mbl.is

Síðasta helgi......

Við áttum frábært frí um síðustu helgi. Ég notaði föstudaginn á meðan karlinn var í vinnunni til að fara í klippingu með strákana og mig sjálfa og versla fyrir helgina. Auk þess pakkaði ég í bílinn. Við brunuðum síðan austur í bústað í sólina og lágum í leti allan laugardaginn. Laugardagskvöldið komu svo Maggi og Hrefna.

Á sunnudagsmorgunin snemma komu svo pabbi og mamma því við vorum að fara í ferðalag. Fyrst að var sannfæra pabba um að veðrið þennan sunnudag yrði gott og enginn ský yrðu á himnum kl 18:30 um kvöldið.

Svo var lagt af stað....keyrt að Bakka en það tók u.þ.b 1 klst og 15 mínútur. En þá var þokubakki milli Bakka og Vestmannaeyja þangað sem ferðinni var heitið og því ekkert flugveður í augnablikinu. Hmm, ég hugleiddi hvort ég ætti að hætta við eða fara. Leit upp til himna og kallaði á ömmu. Gott veður takk. Eftir nokkrar mínútur var síðan komin sól og blíða og við skiptum hópnum 8 manns í 2 flokka og sá fyrr fór um borð í míníflugvél. Svo kom vélin til baka og tók seinna hollið.

í Eyjum beið síðan hvítur 14 manna bíll, enginn annar í boði. Og við hófum ferðina. Pabbi var leiðsögumaður og þuldi upp allskonar sögur og skemmtilegheit. Frábært ferðalag. Heimsóttum Elsu vinkonu og svo Gústa og Fríðu vinafólk foreldra minna. Auk þess hittum við margan manninn og skemmtum okkur vel.

Það var svo flogið tilbaka á tilsettum tíma og allt gekk upp.

Ég sannfærðist um að ég er bara enginn eyjamaður í mér. Jú jú þetta var gaman og allt það en engir strengir voru snertir svo ætli eyjagenin í mér séu ekki bara orðin Garðabæjargen.

Eftir sólbað og afslöppun á mánudag fórum við svo heim til þessarar venjulegu vinnu og svofrv. Gott frí.

Vikan hefur svo liðið mjög hratt og enn er að koma helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband