Leita í fréttum mbl.is

Miðvikudagur í dag

Ég var næstum búin að rugla dögunum. Týndi deginum í dag rétt augnablik í morgun en fann hann svo á blaðahrúunni um leið og ég drakk morgunkaffið. Semsagt það er miðvikudagur. Nóg að gera í vinnunni og mikil sól. Sólin ruglaðist líka því hún skein mest fyrir hádegi meðan ég var að vinna en svo fór hún sennilega norður eftir hádegi. Ég fór því að versla. Einhverja bót verður maður að fá.

Strákarnir pirraðir í dag sem er ekki þeim líkt. Kári búin að fá nóg af þessu gips veseni. Verð að segja eins og er að ég er fegin að hann er ekki búin að brjóta það.

Annars hafa augun verið að pirra mig sl vikur. Og ég þurft að bíta í tunguna til að töfra fram alla þolinmæðina. Fékk hræðilegan augnþrýsting sem er búin að baka mér mikil vandræði. En þetta er eitthvað að lagast eða breytast og vonandi til batnaðar. En mikið andsk....er þetta þreytandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur Guðrún

Vonandi fer þetta nú að róast aftur og augað að batna. Sendi þér hugar strauma til batnaðar. (vúddú.) Það vantar nornarmynd í tilfinigartáknin hérna. Norn er nefnilega mikið tilfinningartákn er það ekki??????    

Unnur Guðrún , 20.6.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Takk

Nornin hlýtur að vera tilfinningartákn... hvað annað?

Kristín Magnúsdóttir, 20.6.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband