Leita í fréttum mbl.is

4.11.07

Ég veit þetta er gömul klisja en það er búið að vera fullt að gera. Eiginlega ofmikið á köflum. En ég er á lífi !

Best að uppfær hér smá:

Kláraði prófið og náði og það er annað próf á morgun og vonandi gengur það allt vel. Við systurnar Skordal höfum verið mjög duglegar að læra saman. Byrjuðum m.a kl rúmlega 8 á föstudagsmorguninn. Svo vonandi sláum við í gegn.

Annars hefur lífið gengið svona sinn vana gang. Vinna-skóli-heimilið-og svofrv. Sem betur fer hef ég getað saumað svona eins og 50 spor og það reddar nú öllu. Auk þess var saumaklúbbur í síðustu viku og þá var fjör.

Fór svo á kvennakvöld á Brodway um daginn. Hafði ekki farið á slíkt í mange aar og mikið hefur þetta breyst. En skemmti mér samt. Enda Laddi kynnir og hann sló í gegn.

Ég er meira að segja búin að kaupa nokkrar jólagjafir svo ég er bara "on time" eins og venjulega. Þarf að fara að ganga þessum gjöfum sem fara til útlanda fljótlega það er á hreinu sem og jólakortunum....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjá mér eru 24 tímar í sólarhring. Þetta er eitthvað öðruvísi í Garðabænum sýnist mér. Ég held að þú skellir þér í jógastellingar og rúllir þessu upp öllu saman dugnaður í þér er svo mikill. Þú átt sko stórt hrós og klapp skilið fyrir að hversu dugleg og yndisleg þú ert. Hlakka til að sjá þig á föstudaginn, bið að heilsa Búdda.

Steina (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband