Leita í fréttum mbl.is

Áfram um gosið

Við vorum að ræða saman um gosið ég og pabbi. Hann er náttúrlega með allt á hreinu. Gosið hófst um kl 1:40 um nóttina og hafði hann ekkert sofið enda skalf allt og nötraði heima hjá okkur. Fyrr um kvöldið höfðu verið jarðskjátftakippir. Hann vakt mig rétt fyrir kl 2.00 og við vorum farin, við krakkarnir ásamt Sigga afa út úr húsinu þá strax. Beint á Faxó til Siggu ömmu. Einar afi var skiptstjóri á Lóðsinum og fór ekkert annað en í sitt skip þar sem hann var nánast til gosloka.

 

 grænahlíð22Hér er húsið okkar Grænahlíð 22. Þarna átti maður margar góðar stundir.

 

 

Þegar T & K komu heim úr skólanum í dag sögðu þeir að gosið hefði verið til umræðu í skólanum og verði svo á morgun. Þeir eru náttúrlega í góðri aðstöðu til að segja sögur frá gosinu og víst er að þeir munu njóta sín

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur Guðrún

Ég man hvað manni leið illa á þessum tíma, og var ekki í rónni fyrr en maður vissi að allir voru öryggir. Pabbi og Ármann bróðir fóru út í eyjar til að hjálpa til við að moka af hús þökum og annað sem þurfti. Þetta hafði mikil áhrif á alla íslendinga. Maður trúir því ekki að það séu liðin 35 ár. úff hvað maður er orðin gamall. já já það er nú önnur saga.

Unnur Guðrún , 25.1.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Elskan mín, við erum síungar það er ekki spurning. En óneitanlega hefur tíminn liðið hratt.

Ég horfði á Kastljósið sem sent var út frá Eyjum og heyrði í fyrsta sinn að Noregsferðinn sem okkur var boðið í hafi verið áfallahjálp !. eða átt að vera það. Nei þetta var aldeilis ekki áfallahjálp en ég varð hinsvegar ásfanginn af Noregi og hef farið þangað ótal ferðir.

Kristín Magnúsdóttir, 26.1.2008 kl. 14:50

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Megaflott mynd af Grænuhlíð 22, vinkona.  Hmmmmm, kamnnski eitthvað fyrir þig að sauma?!!

Sigríður Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 18:16

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Megaflott mynd af Grænuhlíð 22, vinkona.  Hmmmmm, kamnnski eitthvað fyrir þig að sauma?!!

Sigríður Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 18:18

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Litla skvísan varð að fá að bæta "álfaprinsessu" við kommentið, svo þú færð það í tvöföldum skammti.

Sigríður Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband