Leita í fréttum mbl.is

Ég held ég gangi heim....

.. nei ekki geng ég heim í dag það er víst.

Sá vinstri þeas fóturinn er í algjörri stjórnarandstöðu núna. Vill ekki þýðast mig þrátt fyrir fyrirheit um borgarsjórarstól og gull og græna skóga. Nei hann er virkilega fúll, sennilega liggur hann undir feldi og hugleiðir sína stöðu.

En fyrir 14 dögum síðan lenti hann í frosti og fraus. Hnjáliðurinn hefur þiðnað síðan en ekki náð sér að fullu. Eftir að eigandinn gerði ýmsar æfingar kallaði hann til fundar og sagði nei takk ég vil ekki meir. Eigandinn var ekki alveg sátt..... og gerði enn æfingar en að auki skrapp hún í Smáralind og tók allan verslunarflötin með trompi. Úff þetta líkaði fæti ekki og sett því eigandi sínum stólinn fyrir dyrnar og nú er verkfall.

Liður í hugleyðslu og eigandi óttast Dr., liðmann með nál og vökva til að liðka fyrir samningaviðræðum. Vont mál.

En sem betur fer er helgi framundan og víst að eigandinn mun slappa vel af því Dr. liðmann er með stofu á mánudag og ekki er hægt að bíða lengur eftir sátt. Ekkert hefur verið dansað hér lengi og ástandið því slæmt og í dag á sjálfan Valintínusardaginn er þetta bara ómögulegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur Guðrún

þú hefur alltaf verið flink í að finna skoplegu hliðarnar á lífinu hversu hart sem það er og er það eitt af því sem ég hef alltaf metið mest við þig. En farðu nú varlega með þig dúllan mín og gangi þér vel í samningunum við hnéð.

Unnur Guðrún , 15.2.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Takk elskan....

Ég er búin að vera rosalega róleg í dag. Ég héllt nú að þetta væri ekki hægt en það tókst. Bara búin að gera ekkert.........nema sauma ...

Kristín Magnúsdóttir, 16.2.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

!  Vona að Dr. Liðmann (frændi er'ðakki?) hafi sansað "vinstri höfðingjann" rækilega, svo brátt verði dansinn stiginn villt og galinn!  Og "stjórnarandstaða" er SO OUT, nú þegar við erum loks laus við Framsókn, svo sá vinstri verður bara að "sitja á sér"!!

Sigríður Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 19:13

4 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Dr. Liðmann fékk frí frá mér í dag. komst að þeirri niðurstöðu eftir samningaviðræður að taug hafði tekið sér far með strætó niður eftir leggi og stoppa í hné sem og á fleiri stöðum og gert usla. Sýnist að nú sé "hringvegurinn" ófær en fékk þær upplýsingar frá bílstjóra að unnið væri að viðgerðum.  Ég þarf að komast að samkomulagi við vegargerðina (sjúkraþjálfun) en verið er að sinna pappírsmálum sem þessu fylgir... alltaf þessi smámunasemi með pappíra.....

Kristín Magnúsdóttir, 18.2.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband