Leita í fréttum mbl.is

Neyðarkitt hvað er nú það !

Ja það er nú það.

Ég hef alltaf tekið útsauminn með mér þegar ég veit fyrirfram að biðtími verður langur á þeim stað sem ég þarf að fara. Ég er alltaf viðbúin eins og skátarnir eða það héllt ég. En svo koma skrýtin dagur. Tengdapabbi var búin að vera veikur, fékk slæmsku í bak og ég þurfti á sjúkrabíl til að koma honum í skoðun uppá heilsugæslu. Ég var mjög ósátt að fara þangað með hann vildi fara strax á slysó og í almennilega myndatöku. En nei "kerfið" var nú ekki sammála mér. En sjúkraflutningamennirnir eru alveg frábærir. Ég náttúrlega byrjaði að heilla þá uppúr skónum(bomsunum) og við enduðum á slysó í almennilegri rannsókn með karlinn. Þetta tók rúma 7 klukkutíma ( já sjö ) ég var EKKI með  útsauminn og öll blöðin gömul rifin og ég held svei mér þá að ég hafi kunnað þau utanað enda þau mjög fá. Þetta var þrekraun því kaffið var vont og af skornum skammti en ég lifði þetta af sem og karlinn. Hans mál komust á hreint og hann hress í dag.

En ÉG sko ég fer ekki á slysó eða neitt nema með neyðarkitt í veski mínu, varalit og próteinbar. Hefði jafnvel átt að hafa neyðarkaffi líka. Kalla þetta neyðarkitt til að grípa í undir svona kringumstæðum.

Þetta er nú bara eitthvað smátt sem ég set saman sjálf eða er lítill mynd og muna eftir þráðaklippir eða skærum.

Sé þetta í veskinu eru mér allir vegir færir ! Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Sko, er með 1/2 búslóðina í "óræðum geimum" handtösku minnar nú þegar.....heldurðu að þetta fari ekki alveg úr böndunum, ef ég bæti "neyðarsaumakitti" við?

  En votta þér samúð yfir 7 klukkutíma biðinni, hef lent í því sama!  En gott að tengdó hresstist!

Sigríður Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Já Sigga mín þetta er alltaf spurning um stærð töskunnar. En bættu endilega neyðarkitti við. Þetta þarf ekki að vera nema svonsem eins og eitt umslag svona sama stærð og gluggaumslögin, smá garn, efni til að sauma í,mynstur,nál og cutter og þér eru allir vegir færir

Eitt er víst að ég slæ alltaf í gegn á slysó enda alltaf með eitthvað til að sauma. Einn veturinn fór ég 11 ferðir með Magga. Já ellefu. Og svo minnir mig að annar tvíbbin hafi þurft eina ferð, enda rata ég um allt.

Kannski ég ætti að sjá um leiðsögn þarna

Kristín Magnúsdóttir, 12.2.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hah, þú yrðir brilliant "leiðsögumaður" á slysó!  Ég skal sjá um að "bóka" í túrana þína!

Sigríður Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Byrjaðu strax að bóka

Kristín Magnúsdóttir, 14.2.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband